Óvænt vitneskja í máli Bretanna 7. september 2009 04:00 Jóhannes Rúnar Jóhannsson Mál skilanefndar Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu var flutt munnlega fyrir breskum áfrýjunardómstól hinn 1. júlí. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings, var í dómsal, en skilanefndin fer fram á að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins hinn 8. október, um að flytja Edge-innlánin frá Kaupthing Singer & Friedlander til ING Direct, án bóta, verði endurskoðuð. Jóhannes segir málflutninginn 1. júlí hafa verið hefðbundinn. „Menn færðu rök hvor fyrir sinni hlið og svo var málið tekið til dóms, eins og gerist á Íslandi,“ segir hann. Skilanefndin telur ákvörðunina ólöglega og flutti rökstuðning sinn fyrir því. Spurður um mótrök Breta í málinu, segist Jóhannes telja að ekki sé rétt að gera það opinbert fyrr en að dómi kveðnum. „En auðvitað eru hlutir þarna sem maður hafði ekki hugmynd um. [Bretarnir] byggja á því að atburðarásin fram til 8. október hafi verið með þeim hætti að þetta hafi verið réttlætanleg aðgerð,“ segir Jóhannes. Sjónarmið Bretanna komi fram í málsskjölunum: „En ég veit svo sem ekkert hvað stjórnendur bankans vissu á þeim tíma. Þetta gerist allt áður en skilanefndin tekur við.“ Hann telur að fjölmiðlar og aðrir muni hafa áhuga á að kynna sér þessa atburðarás þegar dómur fellur. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið áætlar að skila niðurstöðum sínum nú í nóvember. Jóhannes segir að sér hafi verið tjáð að bresku dómararnir kunni að skila af sér jafnvel í október eða nóvember. Hann vonast að minnsta kosti til að þeir geri það fyrir árslok. Spurður hvort málsskjölin kunni að geta haft áhrif á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, segir Jóhannes það hugsanlegt. Hafi skilanefndin betur fyrir áfrýjunardómstólnum gæti það orðið grundvöllur fyrir því að hún höfði skaðabótamál gegn breska ríkinu, því Edge/ING-ákvörðunin var undanfari þess að Kaupthing Singer & Friedlander fór í greiðslustöðvun. klemens@fettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Mál skilanefndar Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu var flutt munnlega fyrir breskum áfrýjunardómstól hinn 1. júlí. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings, var í dómsal, en skilanefndin fer fram á að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins hinn 8. október, um að flytja Edge-innlánin frá Kaupthing Singer & Friedlander til ING Direct, án bóta, verði endurskoðuð. Jóhannes segir málflutninginn 1. júlí hafa verið hefðbundinn. „Menn færðu rök hvor fyrir sinni hlið og svo var málið tekið til dóms, eins og gerist á Íslandi,“ segir hann. Skilanefndin telur ákvörðunina ólöglega og flutti rökstuðning sinn fyrir því. Spurður um mótrök Breta í málinu, segist Jóhannes telja að ekki sé rétt að gera það opinbert fyrr en að dómi kveðnum. „En auðvitað eru hlutir þarna sem maður hafði ekki hugmynd um. [Bretarnir] byggja á því að atburðarásin fram til 8. október hafi verið með þeim hætti að þetta hafi verið réttlætanleg aðgerð,“ segir Jóhannes. Sjónarmið Bretanna komi fram í málsskjölunum: „En ég veit svo sem ekkert hvað stjórnendur bankans vissu á þeim tíma. Þetta gerist allt áður en skilanefndin tekur við.“ Hann telur að fjölmiðlar og aðrir muni hafa áhuga á að kynna sér þessa atburðarás þegar dómur fellur. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið áætlar að skila niðurstöðum sínum nú í nóvember. Jóhannes segir að sér hafi verið tjáð að bresku dómararnir kunni að skila af sér jafnvel í október eða nóvember. Hann vonast að minnsta kosti til að þeir geri það fyrir árslok. Spurður hvort málsskjölin kunni að geta haft áhrif á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, segir Jóhannes það hugsanlegt. Hafi skilanefndin betur fyrir áfrýjunardómstólnum gæti það orðið grundvöllur fyrir því að hún höfði skaðabótamál gegn breska ríkinu, því Edge/ING-ákvörðunin var undanfari þess að Kaupthing Singer & Friedlander fór í greiðslustöðvun. klemens@fettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira