Óvænt vitneskja í máli Bretanna 7. september 2009 04:00 Jóhannes Rúnar Jóhannsson Mál skilanefndar Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu var flutt munnlega fyrir breskum áfrýjunardómstól hinn 1. júlí. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings, var í dómsal, en skilanefndin fer fram á að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins hinn 8. október, um að flytja Edge-innlánin frá Kaupthing Singer & Friedlander til ING Direct, án bóta, verði endurskoðuð. Jóhannes segir málflutninginn 1. júlí hafa verið hefðbundinn. „Menn færðu rök hvor fyrir sinni hlið og svo var málið tekið til dóms, eins og gerist á Íslandi,“ segir hann. Skilanefndin telur ákvörðunina ólöglega og flutti rökstuðning sinn fyrir því. Spurður um mótrök Breta í málinu, segist Jóhannes telja að ekki sé rétt að gera það opinbert fyrr en að dómi kveðnum. „En auðvitað eru hlutir þarna sem maður hafði ekki hugmynd um. [Bretarnir] byggja á því að atburðarásin fram til 8. október hafi verið með þeim hætti að þetta hafi verið réttlætanleg aðgerð,“ segir Jóhannes. Sjónarmið Bretanna komi fram í málsskjölunum: „En ég veit svo sem ekkert hvað stjórnendur bankans vissu á þeim tíma. Þetta gerist allt áður en skilanefndin tekur við.“ Hann telur að fjölmiðlar og aðrir muni hafa áhuga á að kynna sér þessa atburðarás þegar dómur fellur. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið áætlar að skila niðurstöðum sínum nú í nóvember. Jóhannes segir að sér hafi verið tjáð að bresku dómararnir kunni að skila af sér jafnvel í október eða nóvember. Hann vonast að minnsta kosti til að þeir geri það fyrir árslok. Spurður hvort málsskjölin kunni að geta haft áhrif á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, segir Jóhannes það hugsanlegt. Hafi skilanefndin betur fyrir áfrýjunardómstólnum gæti það orðið grundvöllur fyrir því að hún höfði skaðabótamál gegn breska ríkinu, því Edge/ING-ákvörðunin var undanfari þess að Kaupthing Singer & Friedlander fór í greiðslustöðvun. klemens@fettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Mál skilanefndar Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu var flutt munnlega fyrir breskum áfrýjunardómstól hinn 1. júlí. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings, var í dómsal, en skilanefndin fer fram á að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins hinn 8. október, um að flytja Edge-innlánin frá Kaupthing Singer & Friedlander til ING Direct, án bóta, verði endurskoðuð. Jóhannes segir málflutninginn 1. júlí hafa verið hefðbundinn. „Menn færðu rök hvor fyrir sinni hlið og svo var málið tekið til dóms, eins og gerist á Íslandi,“ segir hann. Skilanefndin telur ákvörðunina ólöglega og flutti rökstuðning sinn fyrir því. Spurður um mótrök Breta í málinu, segist Jóhannes telja að ekki sé rétt að gera það opinbert fyrr en að dómi kveðnum. „En auðvitað eru hlutir þarna sem maður hafði ekki hugmynd um. [Bretarnir] byggja á því að atburðarásin fram til 8. október hafi verið með þeim hætti að þetta hafi verið réttlætanleg aðgerð,“ segir Jóhannes. Sjónarmið Bretanna komi fram í málsskjölunum: „En ég veit svo sem ekkert hvað stjórnendur bankans vissu á þeim tíma. Þetta gerist allt áður en skilanefndin tekur við.“ Hann telur að fjölmiðlar og aðrir muni hafa áhuga á að kynna sér þessa atburðarás þegar dómur fellur. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið áætlar að skila niðurstöðum sínum nú í nóvember. Jóhannes segir að sér hafi verið tjáð að bresku dómararnir kunni að skila af sér jafnvel í október eða nóvember. Hann vonast að minnsta kosti til að þeir geri það fyrir árslok. Spurður hvort málsskjölin kunni að geta haft áhrif á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, segir Jóhannes það hugsanlegt. Hafi skilanefndin betur fyrir áfrýjunardómstólnum gæti það orðið grundvöllur fyrir því að hún höfði skaðabótamál gegn breska ríkinu, því Edge/ING-ákvörðunin var undanfari þess að Kaupthing Singer & Friedlander fór í greiðslustöðvun. klemens@fettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira