Carl Lewis: Yfirvöld brugðust Semenya Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2009 13:59 Caster Semenya. Nordic Photos / AFP Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira