Fótbolti

Dáleiddir i eina mínútu og 49 sekúndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bojan Krkic fagnar marki
Bojan Krkic fagnar marki Mynd/AFP

Á heimasíðu Barcelona-liðsins hafa Barca-menn tekið saman aðdragandann að seinna markinu sem Bojan Krkic skoraði í 2-0 sigri á Almeria í spænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en sigurinn færði liðinu sex stiga forskot á Real Madrid á nýjan leik.

Barcelona-liðið var með boltann í eina mínútu og 49 sekúndur fyrir markið og alls gengu upp 37 sendingar í röð. Það má segja að Börsungar hafi dáleitt Almeira liðið með röð af löngum og stuttum sendingum.

Þetta byrjaði allt á 53. mínútu þegar Xavi vann boltann á miðjunni og gaf á Messi. 37 sendingum seinna fékk Bojan síðan boltann í teignum og afgreiddi hann í markið hjá Almeria.

Það voru bara tveir leikmenn sem tóku ekki þátt í þessari sendingaröð, markvörðurinn Victor Valdes og Mexíkóinn Rafael Márquez. Þessir áttu sendingarnar 37: Alves (6 sendingar), Pique (5), Sylvinho (5), Xavi (5), Keita (5), Bojan (4), Iniesta (3), Messi (3) og Toure (1).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×