Körfubolti

Barkley var ekki fullur við stýrið

Charles Barkley var á sínum tíma kjörinn einn af 50 bestu leikmönnum allra tíma í NBA
Charles Barkley var á sínum tíma kjörinn einn af 50 bestu leikmönnum allra tíma í NBA NordicPhotos/GettyImages

Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum körfuboltastjarnan Charles Barkley hefur verið settur í tímabundið leyfi hjá TNT sjónvarpsstöðinni þrátt fyrir að hafa sloppið við ölvunarakstursákæru á dögunum.

Barkley var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur á gamlárskvöld í Scottsdale í Arizona, en síðar kom í ljós að áfengismagn í blóði hans var innan löglegra marka.

Heimildir ESPN segja að forráðamenn TNT hafi áformað að reka Barkley ef hann hefði verið fundinn sekur um ölvunarakstur, en honum verður þess í stað gert kostur á að taka sér frí í nokkrar vikur og koma málum sínum á hreint.

Barkley er mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Bandaríkjunum og verður eflaust sárt saknað í þættinum Inside the NBA þar sem hann hefur gert það gott undanfarin ár.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×