Stjórar Kaupþings í Bretlandi með 3 milljarða í laun 27. apríl 2009 11:13 Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira