Williams-systur mætast í úrslitunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2009 16:02 Serena Williams barðist fyrir sínu í dag. Nordic Photos / AFP Serena Williams og systir hennar, Venus, mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon mótinu um helgina. Serena hafði betur í hörkuspennandi viðureign gegn Rússanum Elenu Dementiev en Venus gerði sér lítið fyrir og hreinlega slátraði Dinöru Safinu, einnig frá Rússlandi, 6-1 og 6-0. Serena tapaði fyrsta settinum, 7-6, en vann það næsta, 7-5. Oddasettið var jafnt og spennandi en svo fór að sú bandaríska vann að lokum sigur, 8-6. Dementieva fékk reyndar tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitunum þegar staðan var 5-4 í oddasettinu en Serena bjargaði sér fyrir horn. Þetta var lengsta viðureignin í undanúrslitum í einliðaleik kvenna í Wimbledon-mótinu á seinni árum. Safina er efst á heimslistanum um þessar mundir en átti ekki möguleika gegn Venus. Hún vann aðeins eina lotu í dag í stöðunni 5-0 í fyrra settinu. Venus var ekki nema tæpa klukkustund að ganga frá Safinu sem vann aðeins örfáa punkta alla viðureignina. Venus hefur fimm sinnum fagnað sigri á Wimbledon mótinu undanfarin níu ár og Serena tvívegis. Aðeins einu sinni á þessum tíma hefur önnur hvor systirin ekki verið í úrslitaviðureigninni. Venus hefur sýnd fádæma yfirburði á mótinu og ekki tapað setti á mótinu til þessa. Þær systur hafa 20 sinnum mæst innbyrðis á sínum atvinnumannaferli. Staðan í þeim viðureignum er jöfn, 10-10. Sjö sinnum hafa þær mæst í úrslitum stórmóta, þar af tvisvar á síðasta ári. Það var á Wimbledon-mótinu og á opna bandaríska meistaramótinu. Venus vann á Wimbledon og Serena í Bandaríkjunum. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Serena Williams og systir hennar, Venus, mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon mótinu um helgina. Serena hafði betur í hörkuspennandi viðureign gegn Rússanum Elenu Dementiev en Venus gerði sér lítið fyrir og hreinlega slátraði Dinöru Safinu, einnig frá Rússlandi, 6-1 og 6-0. Serena tapaði fyrsta settinum, 7-6, en vann það næsta, 7-5. Oddasettið var jafnt og spennandi en svo fór að sú bandaríska vann að lokum sigur, 8-6. Dementieva fékk reyndar tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitunum þegar staðan var 5-4 í oddasettinu en Serena bjargaði sér fyrir horn. Þetta var lengsta viðureignin í undanúrslitum í einliðaleik kvenna í Wimbledon-mótinu á seinni árum. Safina er efst á heimslistanum um þessar mundir en átti ekki möguleika gegn Venus. Hún vann aðeins eina lotu í dag í stöðunni 5-0 í fyrra settinu. Venus var ekki nema tæpa klukkustund að ganga frá Safinu sem vann aðeins örfáa punkta alla viðureignina. Venus hefur fimm sinnum fagnað sigri á Wimbledon mótinu undanfarin níu ár og Serena tvívegis. Aðeins einu sinni á þessum tíma hefur önnur hvor systirin ekki verið í úrslitaviðureigninni. Venus hefur sýnd fádæma yfirburði á mótinu og ekki tapað setti á mótinu til þessa. Þær systur hafa 20 sinnum mæst innbyrðis á sínum atvinnumannaferli. Staðan í þeim viðureignum er jöfn, 10-10. Sjö sinnum hafa þær mæst í úrslitum stórmóta, þar af tvisvar á síðasta ári. Það var á Wimbledon-mótinu og á opna bandaríska meistaramótinu. Venus vann á Wimbledon og Serena í Bandaríkjunum.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira