Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 5,43 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems hækkað um 0,51 prósent.
Fjórtán viðskipti upp á 55 milljónir króna standa á bak við heildaveltuna.
Önnur hreyfing er ekki í Kauphöllinni.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 0,76 prósent og stendur hún í 254 stigum.