Handbolti

Sigur á Rúmenum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu í dag.
Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu í dag. Mynd/Oliver Krato

Ísland vann sigur á Rúmenum, 34-28, í fyrsta leik liðanna á æfingamóti í Skjern. Þórir Ólafsson var markahæstur íslenska liðsins með átta mörk.

Íslenska liðið þótti leika mjög vel í leiknum en Sturla Ásgeirsson var næstmarkahæstur með sjö mörk. Logi Geirsson átti einnig fínan leik og skoraði sex mörk.

Björgvin Páll Gústavsson lék lengst af í marki íslenska liðsins og varði fjórtán skot. Magnús Erlendsson fékk einnig að spreyta sig í markinu undir lokin.

Magnús og Valdimar Þórsson voru kallaðir inn í landsliðið á síðustu stundu og fékk Valdimar einnig að spila síðustu tíu mínútur leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×