Handbolti

Pólverjar fengu brons

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pólverjar fagna sigrinum í dag.
Pólverjar fagna sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP
Pólland vann í dag átta marka sigur á Danmörku í leik liðanna um bronsverðlaunin á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu.

Pólland vann öruggan sigur, 31-23, eftir að hafa verið með þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11.

Pólverjar náðu frumkvæðinu undir lok fyrri hálfleiks er þeir skoruðu fjögur af fimm síðustu mörkum hálfleiksins. Leikurinn var áfram frekar jafn lengst af í síðari hálfleik en Danir skoruðu aðeins eitt mark á síðustu tíu mínútum leiksins á meðan að Pólland skoraði sjö.

Karol Bielecki skoraði tíu mörk fyrir Pólverja og Tomasz Tluczynski fimm. Mikkel Hansen var markahæstur hjá Dönum með tíu mörk og Lars Christiansen kom næstur með sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×