Fótbolti

Töpuðu ekki leik í Meistaradeildinni en eru samt úr leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atlético Madrid stillir sér upp fyrir leikinn á móti Porto.
Atlético Madrid stillir sér upp fyrir leikinn á móti Porto. Mynd/GettyImages

Spænska liðið Atlético Madrid datt út úr 16 liða úrslitum Meistaradeildarinn í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli í seinni leik sínum á móti FC Porto. Porto fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Atlético Madrid er úr leik þrátt fyrir að liðið hafi ekki tapað einum einasta leik í keppninni í ár. Atlético lék átta leiki, vann 3 þeirra og gerði 5 jafntefli.

Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem lið er taplaust en nær samt ekki að vinna Meistaradeildina. Rangers (2 sigrar, 4 jafntefli) komst ekki upp úr riðli sínum 1992/1993 ekki frekar en AEK Aþena sem gerði jafntefli í öllum sex leikjum sínum sama tímabil.

Þrjú taplaus lið eru ennþá með í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þetta eru ensku liðin Manchester United og Liverpool sem og þýska liðið Bayern München.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×