HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2009 21:31 Danir máttu horfa upp á tap hjá sínum mönnum í dag. Nordic Photos / AFP Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. Fyrsta umferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta í Króatíu fór fram í dag og urðu nokkur óvænt úrslit. Þó áttu fáir von á því að Danir myndu liggja flatir fyrir Pólverjum sem hafa átt fremur erfitt uppdráttar á mótinu til þessa. Þessi lið leika í milliriðli 2 en fyrr í dag í sama riðli gerðu heimsmeistarar Þjóðverja og Serbar jafntefli, 35-35. Úrslitin í milliriðli 1 voru meira eftir bókinni og Frakkar og Króatar enn með fullt hús stiga þar. Fyrst að Frakkar unnu öruggan sigur á Svíum í dag er ljóst að þessi tvö lið eru í algjörum sérflokki í þeim riðli og nánast örugg með að komast í undanúrslit mótsins. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins en tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast áfram í undanúrslit mótsins. Milliriðill 1: Úrslit: Slóvakía - Suður-Kórea 23-20 Frakkland - Svíþjóð 28-21 Ungverjaland - Króatía 22-27 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Svíþjóð 2 (-5) Ungverjaland 1 (-10) Suður-Kórea 0 (-10) Frakkar hreinlega slátruðu Svíum á fyrsta korteri leiksins og kláruðu leikinn í lausagangi eftir það. Frakkar komu sér í níu marka forystu, 13-4, og var þá strax ljóst að Svíar ættu enga möguleika gegn hinum geysisterku Ólympíumeisturum. Króatar unnu að sama skapi nokkuð öruggan sigur á Ungverjum í dag, 27-22. Þess lið geta bæði tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins með því að ná sér í stig á morgun. Ungverjar og Suður-Kóreumenn eiga enga möguleika lengur að ná í undanúrslitin. Það verður því að teljast afar, afar líklegt að Frakkar og Króatar tryggi sig áfram á morgun og að leikur liðanna á þriðjudag verði í raun hálf þýðingarlaus. Næstu leikir: Svíþjóð - Ungverjaland Suður-Kórea - Frakkland Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Makedónía - Noregur 27-29 Þýskaland - Serbía 35-35 Pólland - Danmörk 32-28 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Serbía 3 (0) Noregur 2 (-3) Pólland 2 (-4) Makedónía 2 (-11) Ólíkt fyrri milliriðlinum er þessi riðill galopinn. Þjóðverjar eru í bestu stöðunni þrátt fyrir að heimsmeistararnir gerðu óvænt jafntefli við Serba í dag. Ljóst er að sigur á Norðmönnum mun fara langt með að tryggja Þjóðverjum sæti í undanúrslitunum. En Norðmenn minntu á sig í dag með sigri á Makedóníu og eiga því enn, ásamt Pólverjum og Makedónum, einhverja möguleika á því að koma sér í undanúrslitin. Tap Dana í dag var þeim væntanlega mjög sárt en þeir fara langt með tryggja sig í undanúrslitin með sigri á Makedónum á morgun. En miðað við gengi liðanna hingað til á mótinu er ómögulegt að spá fyrir framhaldinu. Næstu leikir: Serbía - Pólland Noregur - Þýskaland Danmörk - Makedónía Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. Fyrsta umferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta í Króatíu fór fram í dag og urðu nokkur óvænt úrslit. Þó áttu fáir von á því að Danir myndu liggja flatir fyrir Pólverjum sem hafa átt fremur erfitt uppdráttar á mótinu til þessa. Þessi lið leika í milliriðli 2 en fyrr í dag í sama riðli gerðu heimsmeistarar Þjóðverja og Serbar jafntefli, 35-35. Úrslitin í milliriðli 1 voru meira eftir bókinni og Frakkar og Króatar enn með fullt hús stiga þar. Fyrst að Frakkar unnu öruggan sigur á Svíum í dag er ljóst að þessi tvö lið eru í algjörum sérflokki í þeim riðli og nánast örugg með að komast í undanúrslit mótsins. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins en tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast áfram í undanúrslit mótsins. Milliriðill 1: Úrslit: Slóvakía - Suður-Kórea 23-20 Frakkland - Svíþjóð 28-21 Ungverjaland - Króatía 22-27 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Svíþjóð 2 (-5) Ungverjaland 1 (-10) Suður-Kórea 0 (-10) Frakkar hreinlega slátruðu Svíum á fyrsta korteri leiksins og kláruðu leikinn í lausagangi eftir það. Frakkar komu sér í níu marka forystu, 13-4, og var þá strax ljóst að Svíar ættu enga möguleika gegn hinum geysisterku Ólympíumeisturum. Króatar unnu að sama skapi nokkuð öruggan sigur á Ungverjum í dag, 27-22. Þess lið geta bæði tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins með því að ná sér í stig á morgun. Ungverjar og Suður-Kóreumenn eiga enga möguleika lengur að ná í undanúrslitin. Það verður því að teljast afar, afar líklegt að Frakkar og Króatar tryggi sig áfram á morgun og að leikur liðanna á þriðjudag verði í raun hálf þýðingarlaus. Næstu leikir: Svíþjóð - Ungverjaland Suður-Kórea - Frakkland Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Makedónía - Noregur 27-29 Þýskaland - Serbía 35-35 Pólland - Danmörk 32-28 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Serbía 3 (0) Noregur 2 (-3) Pólland 2 (-4) Makedónía 2 (-11) Ólíkt fyrri milliriðlinum er þessi riðill galopinn. Þjóðverjar eru í bestu stöðunni þrátt fyrir að heimsmeistararnir gerðu óvænt jafntefli við Serba í dag. Ljóst er að sigur á Norðmönnum mun fara langt með að tryggja Þjóðverjum sæti í undanúrslitunum. En Norðmenn minntu á sig í dag með sigri á Makedóníu og eiga því enn, ásamt Pólverjum og Makedónum, einhverja möguleika á því að koma sér í undanúrslitin. Tap Dana í dag var þeim væntanlega mjög sárt en þeir fara langt með tryggja sig í undanúrslitin með sigri á Makedónum á morgun. En miðað við gengi liðanna hingað til á mótinu er ómögulegt að spá fyrir framhaldinu. Næstu leikir: Serbía - Pólland Noregur - Þýskaland Danmörk - Makedónía
Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti