Handbolti

Guðmundur hefur valið 28 manna hópinn á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Mynd/Daníel

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur skilað inn lista yfir þá 28 leikmenn sem koma til greina hjá íslenska landsliðinu fyrir EM í Austurríki í janúar næstkomandi.

Guðmundur verður svo næst að tilkynna sextán manna leikmannahóp kvöldið áður en mótið hefst þann 19. janúar næstkomandi. Hægt verður að bæta við fleiri leikmönnum ef Ísland kemst áfram í milliriðla og jafnvel undanúrslit ef þörf er á.

Hann má þó ekki velja neinn leikmann sem ekki er á þeim lista sem skilað var inn til Evrópska handknattleikssambandsins nú fyrr í vikunni.

Hópurinn:

Markverðir:

Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum

Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten Schaffhausen

Hreiðar Guðmundsson, TV Emsdetten

Ólafur Haukur Gíslason, Haugaland

Línumenn:

Einar Ingi Hrafnsson, Nordhorn

Kári Kristján Kristjánsson, Amicitia Zürich

Róbert Gunnarsson, Gummersbach

Vignir Svavarsson, Lemgo

Vinstra horn:

Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen

Sturla Ásgeirsson, HSG Düsseldorf

Vinstri skytta:

Arnór Atlason, FC Kaupmannahöfn

Gunnar Berg Viktorsson, Haukum

Ingimundur Ingimundarson, GWD Minden

Logi Geirsson, Lemgo

Ólafur Guðmundsson, FH

Sigurbergur Sveinsson, Haukum

Leikstjórnendur:

Aron Pálmarsson, THW Kiel

Hannes Jón Jónsson, TSV Burgdorf

Ragnar Óskarsson, Dunkerque

Snorri Steinn Guðjónsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, Grosswallstadt

Hægri skyttur:

Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG

Heiðmar Felixsson, TuS-N-Lübbecke

Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen

Rúnar Kárason, Füchse Berlin

Hægra horn:

Alexander Petersson, Flensburg

Bjarni Fritzson, FH

Þórir Ólafsson, TuS-N-Lübbecke








Fleiri fréttir

Sjá meira


×