Handbolti

Stelpurnar hans Þóris: Fimmti sigurinn í röð á HM í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tonje Nostvold tryggði Norðmönnum sigurinn.
Tonje Nostvold tryggði Norðmönnum sigurinn. Mynd/AFP

Norska kvennahandboltalandsliðið tryggði sér sigur í C-riðli á HM í handbolta Kína nú áðan með eins marks sigri á Rúmeníu, 25-24, í úrslitaleik tveggja ósigraða liða. Norska liðið missti niður þriggja marka forustu á síðustu fimm mínútunum áður en Tonje Nosvold tryggði liðinu sigurinn í lokin.

Norska liðið komst mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en liðið van 14-12 yfir í hálfleik. Rúmenía náði forustunni með 6-1 spretti um miðjan seinni hálfleik en norskur stelpurnar svöruðu að bragði og komust 24-21 yfir þegar aðeins fimm mínútur voru eftir.

Linn Kristin Riegelhuth og Tonje Nostvold skoruðu báðar fimm mörk fyrir Noreg og Katrine Lunde Haraldsen hélt áfram að verja vel í markinu en hún tók alls 16 skot í dag. Nostvold var mjög mikilvæg í seinni hálfleik því auk þess að skora tvö síðustu mörkin var hún alls með fjögur af fimm mörkum sínum eftir hlé.

Florentina Stanciu fékk aðeins að reyna sig við eitt vítakast í leiknum en aðalmarkvörðurinn Paula Ungureanu varði 19 skot í marki rúmenska liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×