Íslenski boltinn

Lítið um óvænt úrslit í VISA-bikar karla í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og lærisveinar í ÍA komust í 32-liða úrslit.
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og lærisveinar í ÍA komust í 32-liða úrslit.

2. umferð VISA-bikars karla í knattspyrnu lauk í kvöld með fjórtán leikjum. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru þegar 3. deildarlið Álftnes sló 1. deildarlið ÍR út, 3-2.

1. deildarliðin ÍA, HK, Fjarðabyggð, Þór, Víkingur Reykjavík og Selfoss komust áfram í 32-liða úrslit en dregið verður í næstu umferð á fimmtudag.

Í hattinum verður einnig liðið Carl sem vann Kjalnesinga 2-1 en liðið er skipað nokkrum gömlum kempum úr íslenska boltanum.

Mörk Carl í kvöld skorðuðu fyrrum HK-maðurinn Hörður Már Mangússon og knattspyrnurýnirinn góðkunni Tómas Ingi Tómasson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×