Afsökunarbeiðni forsætisráðherra Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 9. október 2009 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í tvígang á stuttum ferli í embætti beðist afsökunar úr ræðustól Alþingis. Í fyrra sinnið, í mars, bað hún fyrrverandi vistmenn á Breiðavíkurheimilinu og fjölskyldur þeirra afsökunar á ómannúðlegri meðferð sem þeir sættu þar. Hún gerði það fyrir hönd stjórnvalda og þjóðarinnar. Síðara skiptið var á þriðjudag. Þá bað Jóhanna íslensku þjóðina afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda vegna hrunsins. Hún gerði það fyrir hönd ríkisins og stjórnsýslunnar. Þar sem fátítt er að íslenskir ráðherrar biðjist afsökunar vekur óneitanlega athygli að Jóhanna Sigurðardóttir skuli í tvígang á sjö mánuðum biðjast afsökunar á gjörðum annarra. Fyrra tilvikið er í ætt við kunn dæmi úr heimssögunni. Stjórnvöld biðjast afsökunar á áratuga- eða aldagömlum misgjörðum þáverandi valdhafa, oftast gagnvart afmörkuðum hópi. Með því viðurkenna þau að forverarnir hafi gert rangt, lýsa iðrun vegna þess og vona að sagan endurtaki sig ekki. Afsökunarbeiðni þriðjudagsins er af öðrum meiði. Vanrækslan og andvaraleysið sem Jóhanna baðst afsökunar á átti sér stað fyrir fáeinum misserum. Áður en að afsökunarbeiðninni kom í þingræðunni á þriðjudag ræddi Jóhanna um sjálfa sig. Hún sagðist í störfum sínum sem alþingismaður hafa þrásinnis spurt stjórnvöld um stöðu bankakerfisins en engin skýr og skilmerkileg svör fengið. Þó hefði jafnan verið undirstrikað að engin hætta væri á ferðum. Þannig kom Jóhanna því til skila að hún sjálf bæri ekki ábyrgð á því sem aflaga fór. En við hvaða stjórnvöld átti hún? Í raun er aðeins um fá tiltekin embætti í ríkisstjórn og stjórnsýslunni að ræða. Þeir sem gegndu þeim frá einkavæðingu bankanna, sem Jóhanna segir frumrót ófaranna, eru: Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir, Árni Mathiesen, Jón Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin Sigurðsson, Eiríkur Guðnason, Ingimundur Friðriksson, Páll Gunnar Pálsson og Jónas Fr. Jónsson. Þetta er sem sagt fólkið sem bar ábyrgð á vanrækslunni og andvaraleysinu sem Jóhanna gerði að umtalsefni á þriðjudag og baðst afsökunar á. Allt er þetta fólk í fullu fjöri og líklega vel fært um að biðjast afsökunar sjálft, sjái það til þess ástæðu. Það er rétt sem Jóhanna sagði í ræðunni að þjóðin á heimtingu á afsökunarbeiðni vegna hrunsins. En það er ekki sama hvaðan hún kemur. Afsökunarbeiðni í krafti embættis er með öllu gagnlaus. Hún verður að hrjóta af vörum þeirra sem ábyrgðina báru. Afsökunarbeiðni getur aldrei verið útspil í pólitík. Hún verður að vera sönn. Afsökunarbeiðni þriðjudagsins ber með sér að hafa orðið til á skrifstofu við Lækjargötu fremur en í hjarta ráðherrans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í tvígang á stuttum ferli í embætti beðist afsökunar úr ræðustól Alþingis. Í fyrra sinnið, í mars, bað hún fyrrverandi vistmenn á Breiðavíkurheimilinu og fjölskyldur þeirra afsökunar á ómannúðlegri meðferð sem þeir sættu þar. Hún gerði það fyrir hönd stjórnvalda og þjóðarinnar. Síðara skiptið var á þriðjudag. Þá bað Jóhanna íslensku þjóðina afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda vegna hrunsins. Hún gerði það fyrir hönd ríkisins og stjórnsýslunnar. Þar sem fátítt er að íslenskir ráðherrar biðjist afsökunar vekur óneitanlega athygli að Jóhanna Sigurðardóttir skuli í tvígang á sjö mánuðum biðjast afsökunar á gjörðum annarra. Fyrra tilvikið er í ætt við kunn dæmi úr heimssögunni. Stjórnvöld biðjast afsökunar á áratuga- eða aldagömlum misgjörðum þáverandi valdhafa, oftast gagnvart afmörkuðum hópi. Með því viðurkenna þau að forverarnir hafi gert rangt, lýsa iðrun vegna þess og vona að sagan endurtaki sig ekki. Afsökunarbeiðni þriðjudagsins er af öðrum meiði. Vanrækslan og andvaraleysið sem Jóhanna baðst afsökunar á átti sér stað fyrir fáeinum misserum. Áður en að afsökunarbeiðninni kom í þingræðunni á þriðjudag ræddi Jóhanna um sjálfa sig. Hún sagðist í störfum sínum sem alþingismaður hafa þrásinnis spurt stjórnvöld um stöðu bankakerfisins en engin skýr og skilmerkileg svör fengið. Þó hefði jafnan verið undirstrikað að engin hætta væri á ferðum. Þannig kom Jóhanna því til skila að hún sjálf bæri ekki ábyrgð á því sem aflaga fór. En við hvaða stjórnvöld átti hún? Í raun er aðeins um fá tiltekin embætti í ríkisstjórn og stjórnsýslunni að ræða. Þeir sem gegndu þeim frá einkavæðingu bankanna, sem Jóhanna segir frumrót ófaranna, eru: Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir, Árni Mathiesen, Jón Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin Sigurðsson, Eiríkur Guðnason, Ingimundur Friðriksson, Páll Gunnar Pálsson og Jónas Fr. Jónsson. Þetta er sem sagt fólkið sem bar ábyrgð á vanrækslunni og andvaraleysinu sem Jóhanna gerði að umtalsefni á þriðjudag og baðst afsökunar á. Allt er þetta fólk í fullu fjöri og líklega vel fært um að biðjast afsökunar sjálft, sjái það til þess ástæðu. Það er rétt sem Jóhanna sagði í ræðunni að þjóðin á heimtingu á afsökunarbeiðni vegna hrunsins. En það er ekki sama hvaðan hún kemur. Afsökunarbeiðni í krafti embættis er með öllu gagnlaus. Hún verður að hrjóta af vörum þeirra sem ábyrgðina báru. Afsökunarbeiðni getur aldrei verið útspil í pólitík. Hún verður að vera sönn. Afsökunarbeiðni þriðjudagsins ber með sér að hafa orðið til á skrifstofu við Lækjargötu fremur en í hjarta ráðherrans.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun