Þýsk stórverslanakeðja í greiðslustöðvun Ingimar Karl Helgason í Berlín skrifar 9. júní 2009 14:57 Stórverslun Karstadt við Hermannplatz í Berlín. Óvíst er hvort fólk mætir þangað til vinnu í fyrramálið. „Ég hef miklar áhyggjur og veit í rauninni ekkert um framhaldið," segir Medina Franz, kona á þrítugsaldri sem er í hópi 56 þúsunda starfsmanna Karstadt verslanakeðjunnar þýsku, sem nú rambar á barmi gjaldþrots. Medina starfar í útibúi Karstadt við Hermannplatz í Berlín. Móðurfélag keðjunnar, Arcandor, fór í greiðslustöðvun í morgun. Óttast er að hátt í 60 þúsund störf geti af þeim sökum gufað upp á einu bretti. Arcandor rekur meðal annars stórverslanirnar Karstadt, Galeria Kaufhof og pöntunarlistann Quelle, sem þekktur er á fróni, auk ferðaskrifstofunnar Thomas Cook, sem meðal annars starfar í Bretlandi. Í heildina starfa um 70 þúsund manns hjá dótturfyrirtækjum Arcandor. Verslanir Karstadt eru í mörgum þýskum borgum; um 100 í allt, fjölmargar í Berlín.„Málið snýst um 56 þúsund störf" Ákall starfsmanna um að reynt verði að varðveita störf fólksins. Skiltið er límt á aðaldyr Karstadt stórverslunarinnar við Hermannplatz í Berlín.Þetta eru risaverslanir í ætt við Magasin í Kaupmannahöfn; sumar þeirra eru raunar af þeirri stærð að hin danska Magasin verður eins og kaupmaðurinn á horninu í samanburði. Ljóst er að yfirvofandi gjaldþrot Arcandor er gríðarlegt áfall fyrir tugþúsundir starfsmanna fyrirtækisins; en viðbúið er að um 56 þúsund starfsmenn félagsins, einkum starfsfólk Karstadt verslananna missi vinnuna, Starfsmennirnir hafa enda haft töluverðar áhyggjur af störfum sínum um nokkurt skeið. Skammt er síðan þúsundir starfsmanna Karstadt úr öllum hornum Þýskalands, meðal annars frá Hamborg, Köln og fleiri borgum, komu saman til mótmæla hér í Berlín. Starfsmennirnir veifuðu Karstadt-fánum, klæddust Karstadt plastpokum, og kröfðust þess að stjórnvöld hlutuðust til um að varðveita störfin. Þær vonir virðast nú orðnar að engu. Arcandor hefur um töluvert skeið átt í miklum rekstrarerfiðleikum.Enda þótt óvíst sé um framhaldið var nóg að gera í Karstadt í dag, enda margar vörur seldar með miklum afslætti.Þýsk stjórnvöld hafa yfir að ráða nokkurskonar kreppusjóði, og hafði félagið sótt um 650 milljóna evra fyrirgreiðslu úr sjóðnum til að endurfjármagna útistandandi lán. Upphæðin nemur vel yfir 115 milljörðum íslenskra króna. Stjórnvöld synjuðu beiðninni og í kjölfarið leitar félagið nú samninga við lánardrottna. Medina Franz sagðist lítið vita um stöðu mála. Starfsfólkið hefði einkum fengið upplýsingar úr fréttum. Nokkrir úr hópi starfsmanna Karstadt við Hermannplatz hafi farið á fund framkvæmdastjórans til að fá frekari upplýsingar. Þeir voru enn á fundi þegar blaðamaður ræddi við Medinu. "Það er svo sem ekki öruggt að Karstadt verði lokað, en það er svo lítið sem við fáum að vita," segir hún. Fréttaskýrendur herma að synjun stjórnvalda á fyrirgreiðslu til handa Arcandor komi til af því að félagið hafi verið komið í mikil vandræði áður en hin alþjóðlega lausafjárkreppa hófst. Rekstrarerfiðleikarnir verði því ekki raktir til hennar og þess vegna komi ekki til greina að Arcandor fái fyrirgreiðslu úr kreppusjóðnum. Sumir segja raunar að ástæða vandræða Arcandor helgist af því að viðskiptalíkan félagsins sé úr sér gengið.Þúsundir starfsmanna Karstadt komu saman til mótmæla í Berlín fyrir skömmu og kröfðust þess að staðinn yrði vörður um störfin.Rekstur stórverslana líkt og Karstadt; risaverslana á mörgum hæðum sem bjóða allt frá matvöru, sælgæti og lyfjum, upp í fatnað leikföng, reiðhjól og nýjustu tölvur og tæknibúnað; gangi einfaldlega ekki lengur. Verslanir Karstadt eru opnar í dag, en áhyggjufullir starfsmennirnir vita ekki hvort þeir eigi að mæta á morgun. Þetta eru ekki einu slæmu fréttirnar af þýsku efnahagslífi, því í dag var upplýst að útflutningur frá Þýskalandi hefði dregist verulega saman; um næstum þriðjung frá apríl í fyrra til apríl í ár. Slíkur samdráttur hefur ekki orðið í útflutningi hjá þessu stærsta hagkerfi Evrópu frá síðari heimsstyrjöld. Þá hefur innflutningur hingað til Þýskalands einnig dregist verulega saman, eða um tæpan fjórðung milli ára. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Ég hef miklar áhyggjur og veit í rauninni ekkert um framhaldið," segir Medina Franz, kona á þrítugsaldri sem er í hópi 56 þúsunda starfsmanna Karstadt verslanakeðjunnar þýsku, sem nú rambar á barmi gjaldþrots. Medina starfar í útibúi Karstadt við Hermannplatz í Berlín. Móðurfélag keðjunnar, Arcandor, fór í greiðslustöðvun í morgun. Óttast er að hátt í 60 þúsund störf geti af þeim sökum gufað upp á einu bretti. Arcandor rekur meðal annars stórverslanirnar Karstadt, Galeria Kaufhof og pöntunarlistann Quelle, sem þekktur er á fróni, auk ferðaskrifstofunnar Thomas Cook, sem meðal annars starfar í Bretlandi. Í heildina starfa um 70 þúsund manns hjá dótturfyrirtækjum Arcandor. Verslanir Karstadt eru í mörgum þýskum borgum; um 100 í allt, fjölmargar í Berlín.„Málið snýst um 56 þúsund störf" Ákall starfsmanna um að reynt verði að varðveita störf fólksins. Skiltið er límt á aðaldyr Karstadt stórverslunarinnar við Hermannplatz í Berlín.Þetta eru risaverslanir í ætt við Magasin í Kaupmannahöfn; sumar þeirra eru raunar af þeirri stærð að hin danska Magasin verður eins og kaupmaðurinn á horninu í samanburði. Ljóst er að yfirvofandi gjaldþrot Arcandor er gríðarlegt áfall fyrir tugþúsundir starfsmanna fyrirtækisins; en viðbúið er að um 56 þúsund starfsmenn félagsins, einkum starfsfólk Karstadt verslananna missi vinnuna, Starfsmennirnir hafa enda haft töluverðar áhyggjur af störfum sínum um nokkurt skeið. Skammt er síðan þúsundir starfsmanna Karstadt úr öllum hornum Þýskalands, meðal annars frá Hamborg, Köln og fleiri borgum, komu saman til mótmæla hér í Berlín. Starfsmennirnir veifuðu Karstadt-fánum, klæddust Karstadt plastpokum, og kröfðust þess að stjórnvöld hlutuðust til um að varðveita störfin. Þær vonir virðast nú orðnar að engu. Arcandor hefur um töluvert skeið átt í miklum rekstrarerfiðleikum.Enda þótt óvíst sé um framhaldið var nóg að gera í Karstadt í dag, enda margar vörur seldar með miklum afslætti.Þýsk stjórnvöld hafa yfir að ráða nokkurskonar kreppusjóði, og hafði félagið sótt um 650 milljóna evra fyrirgreiðslu úr sjóðnum til að endurfjármagna útistandandi lán. Upphæðin nemur vel yfir 115 milljörðum íslenskra króna. Stjórnvöld synjuðu beiðninni og í kjölfarið leitar félagið nú samninga við lánardrottna. Medina Franz sagðist lítið vita um stöðu mála. Starfsfólkið hefði einkum fengið upplýsingar úr fréttum. Nokkrir úr hópi starfsmanna Karstadt við Hermannplatz hafi farið á fund framkvæmdastjórans til að fá frekari upplýsingar. Þeir voru enn á fundi þegar blaðamaður ræddi við Medinu. "Það er svo sem ekki öruggt að Karstadt verði lokað, en það er svo lítið sem við fáum að vita," segir hún. Fréttaskýrendur herma að synjun stjórnvalda á fyrirgreiðslu til handa Arcandor komi til af því að félagið hafi verið komið í mikil vandræði áður en hin alþjóðlega lausafjárkreppa hófst. Rekstrarerfiðleikarnir verði því ekki raktir til hennar og þess vegna komi ekki til greina að Arcandor fái fyrirgreiðslu úr kreppusjóðnum. Sumir segja raunar að ástæða vandræða Arcandor helgist af því að viðskiptalíkan félagsins sé úr sér gengið.Þúsundir starfsmanna Karstadt komu saman til mótmæla í Berlín fyrir skömmu og kröfðust þess að staðinn yrði vörður um störfin.Rekstur stórverslana líkt og Karstadt; risaverslana á mörgum hæðum sem bjóða allt frá matvöru, sælgæti og lyfjum, upp í fatnað leikföng, reiðhjól og nýjustu tölvur og tæknibúnað; gangi einfaldlega ekki lengur. Verslanir Karstadt eru opnar í dag, en áhyggjufullir starfsmennirnir vita ekki hvort þeir eigi að mæta á morgun. Þetta eru ekki einu slæmu fréttirnar af þýsku efnahagslífi, því í dag var upplýst að útflutningur frá Þýskalandi hefði dregist verulega saman; um næstum þriðjung frá apríl í fyrra til apríl í ár. Slíkur samdráttur hefur ekki orðið í útflutningi hjá þessu stærsta hagkerfi Evrópu frá síðari heimsstyrjöld. Þá hefur innflutningur hingað til Þýskalands einnig dregist verulega saman, eða um tæpan fjórðung milli ára.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira