Roger Federer lenti ekki í teljandi vandræðum með fyrsta andstæðing sinn á opna ástralska meistaramótinu í tennis.
Federer sigraði Rússann Evgeny Korolev 6-2, 6-3 og 6-1 og mætir í næstu umferð Marat Safin sem sigraði á mótinu árið 2005. Safin vann sigur á Spánverjanum Guillermo Garcia-Lopez í þremur settum.
Novak Djokovic skilaði sér í 32 manna úrslit með sigur á Frakkanum Jeremy Chardy í þremur settum, en tíundi maður heimslistans, David Nalbandian, tapaði óvænt fyrir Taívananum Lu Yen-hsun í fimm setta hörkuleik.