Handbolti

Mikið breytt íslenskt landslið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðmar Felixsson í leik með íslenska landsliðinu árið 2004.
Heiðmar Felixsson í leik með íslenska landsliðinu árið 2004. Mynd/Hari

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn fyrir leikina sem eru framundan í undankeppni EM 2010.

Óhætt er að segja að landsliðshópurinn sé mikið breyttur enda margir leikmenn frá vegna meiðsla auk þess að Ólafur Stefánsson gefur ekki kost á sér.

Einn nýliði er í hópnum en það er Stefán Baldvin Stefánsson, leikmaður Fram. Þá kemur Heiðmar Felixsson aftur í landsliðið eftir nokkuð langa fjarveru.

Guðjón Valur Sigurðsson er valinn í hópinn en hann mun vera á leið í aðgerð og óvíst hvort hann geti spilað með í öllum leikjunum. Snorri Steinn Guðjónsson er einnig í hópnum en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla.

Alexander Petersson kemur aftur í landsliðið eftir nokkurra mánaða fjarveru en hann er nýbúinn að jafna sig á langvarandi meiðslum.

Tíu leikmenn eru úr íslenskum liðum eru í hópnum sem er þannig skipaður:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Bittenfeld

Hreiðar Levý Guðmundsson, Sävehof

Aðrir leikmenn:

Vignir Svavarsson, Lemgo

Andri Stefan, Haukum

Guðjón Valur Siguðrsson, Rhein-Neckar Löwen

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Heiðmar Felixsson, Hannover-Burgdorf

Alexander Petersson, Flensburg

Sverre Jakobsson, HK

Róbert Gunnarsson, Gummersbach

Ingimundur Ingimundarson, Minden

Þórir Ólafsson, Lübbecke

Árni Þór Sigtryggsson, Akureyri

Ragnar Óskarsson, Dunkerque

Aron Pálmarsson, FH

Rúnar Kárason, Fram

Stefán Baldvin Stefánsson, Fram

Kári Kristján Kristjánsson, Haukum

Sigurbergur Sveinsson, Haukum

Fannar Friðgeirsson, Val

Freyr Brynjarsson, Haukum

Leikir Íslands í undankeppni EM 2010 í júní:

10. júní, 18.30: Belgía - Ísland

14. júní, 16.00: Ísland - Noregur

17. júní, 17.00: Ísland - Makedónía

21. júní, 15.00: Eistland - Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×