Kreppan ekki látin fara til spillis 8. apríl 2009 04:30 Microsoft-toppar Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, og Barbara Gordon, aðstoðarforstjóri hjá Microsoft og hæst setti yfirmaður félagsins sem hingað hefur komið til ráðstefnuhalds, gáfu sér nýverið tíma til að setjast niður með blaðamanni. Mynd/Stefán „Synd væri að láta kreppuna fara til spillis," segir Barbara Gordon, aðstoðarforstjóri sölusviðs Microsoft til fyrirtækja og samstarfsaðila (Enterprise & Partner Group, EMEA). Barbara er hæst setti stjórnandi Microsoft-samsteypunnar sem sótt hefur landið heim, en hún var hér nýverið á ráðstefnu fyrirtækisins. Hún segir upplýsingatæknina geta komið að notum í niðursveiflu efnahagslífsins. Tvíþætt skilaboð héðanBarbara GordonBarbara er önnum kafin við ráðstefnuhald og kynningarstarf hjá Microsoft, en hún er í hópi þeirra sem leggja línurnar í stefnu fyrirtækisins til lengri tíma. Hingað kom hún beint frá París þar sem hún er búsett, en dagana og vikurnar þar á undan var hún á þeytingi í Moskvu, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Portúgal. „Mig langaði hins vegar að koma hingað og fá tækifæri til að setjast niður með stjórnendum helstu fyrirtækja og félagasamtaka og svo líka með samstarfsfyrirtækjum Microsoft hér á landi," segir hún. Ástæðuna segir hún meðal annars vera hversu hart fjármálakreppa heimsins hafi leikið landið og því hafi hún viljað koma hingað og upplifa ástandið sjálf.„Skilaboðin sem ég fæ eru að ég tel tvíþætt. Annars vegar er fólk upptekið af því að ástandið hafi verið erfitt og engin furða. Fólk segir að grundvallarbreyting hafi orðið á því hvernig það hagar lífi sínu. Hin skilaboðin eru að tekin séu að sjást jákvæð ummerki, landið sigli nú nærri botni kreppunnar og verði fyrsta landið til að rétta aftur úr kútnum." Jafnframt kveðst Barbara finna fyrir því að fólk vilji hverfa aftur til eldri grunngilda í samfélaginu og leggja áherslu á þá hluti sem mestu máli skipti. Kostir upplýsinga-tækninnar eru þekktir„Öllum má ljóst vera að hér á Íslandi og um heiminn ríkir kreppa og það eru engin ný tíðindi," segir Barbara Gordon, en kveður um leið í henni felast tækifæri til að nota nýsköpun til að koma á breytingum í fyrirtækjarekstri. „Þetta snýst um að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri, en slíkir þættir geta ráðið úrslitum um hvernig við komum út úr kreppunni. Upplýsingatæknin nýtist svo sem hreyfiafl þessarar nýsköpunar."Barbara kveðst hins vegar ekki óttast að upplýsingatæknin verði látin gjalda fyrir hrakfarir fjármálaheimsins, þar sem færslur og peningar eru jú allar rafrænar, eða að kallað verði eftir einhvers konar afturhvarfi fjármálaheimsins til áþreifanlegri hluta. „Ég held að fólk tengi ekki þær breytingar sem upplýsingatæknin hefur haft í för með sér við vinnsluferla í fjármálageiranum og fall hans, enda þekkja flestir af eigin raun ábatann sem upplýsingatæknin hefur haft í för með sér. Nægir þar að nefna tölvupóstinn, sem verið hefur í almennri notkun í lengri tíma en síðustu þrjú uppgangsár fjármálaheimsins. Fólk hefur notað tölvupóst í tuttugu ár og notar tæknina sér til hagsbóta og þæginda í samskiptum. Spurningin nú er hvernig tæknin getur orðið drifkraftur næstu bylgju nýsköpunar. Hvernig er hægt að draga úr ferðakostnaði? Jú, með því að fara hvergi. Samt þarf að eiga í samskiptum við fólk og viðhalda tengingum og samstarfi. Við höfum tæknina til að aðstoða við það." Finna leiðir þegar stefnan er orðin ljósÞá segir Barbara að Microsoft vilji leggja sitt af mörkum til þess að létta fyrirtækjum og raunar hagkerfinu öllu róðurinn í kreppunni, svo sem með því að festa gengi gjaldmiðla í viðskiptum félagsins hér á landi, líkt og hér hafi verið gert um miðjan mars þegar gengi evru var fest við 120 krónur.„Við viljum hjálpa til eins og við getum og þar sem við getum haft áhrif," segir Barbara, en Microsoft sem fjölþjóðafyrirtæki vinnur að ýmsum málum með stjórnvöldum á hverjum stað. „Við hjálpum til dæmis við að finna leiðir þar sem notkun upplýsingatækninnar getur hjálpað til í aðgerðum sem ætlað er að efla hagvöxt. Þegar stjórnmálamaður á borð við Obama Bandaríkjaforseta, eða Merkel Þýskalandskanslara, segir eitthvað á borð við að þau vilji veita fjármagni út í hagkerfið til að ýta undir eftirspurn, þá vinnum við með fyrirtækjunum í að hrinda slíkum hlutum í framkvæmd. Við notum tækni okkar til að búa til eftirspurnina. Við erum hins vegar ekkert hreyfiafl hagkerfa og erum ekki félag sem getur skrúfað upp það flæði fjármagns sem þarf til að koma heiminum upp úr kreppunni. Það sem við getum gert er að hjálpa til við að draga úr kostnaði og bæta samskiptin við viðskiptavini okkar."olikr@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
„Synd væri að láta kreppuna fara til spillis," segir Barbara Gordon, aðstoðarforstjóri sölusviðs Microsoft til fyrirtækja og samstarfsaðila (Enterprise & Partner Group, EMEA). Barbara er hæst setti stjórnandi Microsoft-samsteypunnar sem sótt hefur landið heim, en hún var hér nýverið á ráðstefnu fyrirtækisins. Hún segir upplýsingatæknina geta komið að notum í niðursveiflu efnahagslífsins. Tvíþætt skilaboð héðanBarbara GordonBarbara er önnum kafin við ráðstefnuhald og kynningarstarf hjá Microsoft, en hún er í hópi þeirra sem leggja línurnar í stefnu fyrirtækisins til lengri tíma. Hingað kom hún beint frá París þar sem hún er búsett, en dagana og vikurnar þar á undan var hún á þeytingi í Moskvu, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Portúgal. „Mig langaði hins vegar að koma hingað og fá tækifæri til að setjast niður með stjórnendum helstu fyrirtækja og félagasamtaka og svo líka með samstarfsfyrirtækjum Microsoft hér á landi," segir hún. Ástæðuna segir hún meðal annars vera hversu hart fjármálakreppa heimsins hafi leikið landið og því hafi hún viljað koma hingað og upplifa ástandið sjálf.„Skilaboðin sem ég fæ eru að ég tel tvíþætt. Annars vegar er fólk upptekið af því að ástandið hafi verið erfitt og engin furða. Fólk segir að grundvallarbreyting hafi orðið á því hvernig það hagar lífi sínu. Hin skilaboðin eru að tekin séu að sjást jákvæð ummerki, landið sigli nú nærri botni kreppunnar og verði fyrsta landið til að rétta aftur úr kútnum." Jafnframt kveðst Barbara finna fyrir því að fólk vilji hverfa aftur til eldri grunngilda í samfélaginu og leggja áherslu á þá hluti sem mestu máli skipti. Kostir upplýsinga-tækninnar eru þekktir„Öllum má ljóst vera að hér á Íslandi og um heiminn ríkir kreppa og það eru engin ný tíðindi," segir Barbara Gordon, en kveður um leið í henni felast tækifæri til að nota nýsköpun til að koma á breytingum í fyrirtækjarekstri. „Þetta snýst um að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri, en slíkir þættir geta ráðið úrslitum um hvernig við komum út úr kreppunni. Upplýsingatæknin nýtist svo sem hreyfiafl þessarar nýsköpunar."Barbara kveðst hins vegar ekki óttast að upplýsingatæknin verði látin gjalda fyrir hrakfarir fjármálaheimsins, þar sem færslur og peningar eru jú allar rafrænar, eða að kallað verði eftir einhvers konar afturhvarfi fjármálaheimsins til áþreifanlegri hluta. „Ég held að fólk tengi ekki þær breytingar sem upplýsingatæknin hefur haft í för með sér við vinnsluferla í fjármálageiranum og fall hans, enda þekkja flestir af eigin raun ábatann sem upplýsingatæknin hefur haft í för með sér. Nægir þar að nefna tölvupóstinn, sem verið hefur í almennri notkun í lengri tíma en síðustu þrjú uppgangsár fjármálaheimsins. Fólk hefur notað tölvupóst í tuttugu ár og notar tæknina sér til hagsbóta og þæginda í samskiptum. Spurningin nú er hvernig tæknin getur orðið drifkraftur næstu bylgju nýsköpunar. Hvernig er hægt að draga úr ferðakostnaði? Jú, með því að fara hvergi. Samt þarf að eiga í samskiptum við fólk og viðhalda tengingum og samstarfi. Við höfum tæknina til að aðstoða við það." Finna leiðir þegar stefnan er orðin ljósÞá segir Barbara að Microsoft vilji leggja sitt af mörkum til þess að létta fyrirtækjum og raunar hagkerfinu öllu róðurinn í kreppunni, svo sem með því að festa gengi gjaldmiðla í viðskiptum félagsins hér á landi, líkt og hér hafi verið gert um miðjan mars þegar gengi evru var fest við 120 krónur.„Við viljum hjálpa til eins og við getum og þar sem við getum haft áhrif," segir Barbara, en Microsoft sem fjölþjóðafyrirtæki vinnur að ýmsum málum með stjórnvöldum á hverjum stað. „Við hjálpum til dæmis við að finna leiðir þar sem notkun upplýsingatækninnar getur hjálpað til í aðgerðum sem ætlað er að efla hagvöxt. Þegar stjórnmálamaður á borð við Obama Bandaríkjaforseta, eða Merkel Þýskalandskanslara, segir eitthvað á borð við að þau vilji veita fjármagni út í hagkerfið til að ýta undir eftirspurn, þá vinnum við með fyrirtækjunum í að hrinda slíkum hlutum í framkvæmd. Við notum tækni okkar til að búa til eftirspurnina. Við erum hins vegar ekkert hreyfiafl hagkerfa og erum ekki félag sem getur skrúfað upp það flæði fjármagns sem þarf til að koma heiminum upp úr kreppunni. Það sem við getum gert er að hjálpa til við að draga úr kostnaði og bæta samskiptin við viðskiptavini okkar."olikr@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira