Nadal betri en Federer Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 13:29 Rafael Nadal fagnar stigi í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á. Erlendar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á.
Erlendar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira