Velmegunarístran 17. desember 2009 06:00 Viðskiptaráð birti í gær athugasemdir við fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Álit ráðsins er almennt vel ígrundað og rökfast. Þar er meðal annars bent á að megnið af aðlögunaraðgerðum til að mæta vanda ríkissjóðs sé í formi skattahækkana og að ekki sé lögð næg áhersla á nauðsynlegan niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Þetta er réttmæt gagnrýni. Útgjöld ríkisins hafa þanist út og starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað óhóflega. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson orðaði þetta ágætlega í pistli á heimasíðu sinni fyrir skömmu þegar hann benti á að: „Bara í stjórnsýslunni sjálfri væri hægt að ná fram miklum sparnaði. Þar hefur safnast saman fitulag sem hægt er að skera burt." Gísla láðist hins vegar að geta þess að ríkið hljóp ekki í spik og safnaði velmegunarístru, eins og útgerðarmaður eða heildsali í sögu frá síðustu öld, á þeim fáu mánuðum sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Bumban varð til á mörgum árum þegar flokksbræður hans og -systur stýrðu landinu. Pistlahöfundarnir á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki fóru yfir þessa stöðu af hreinskilni skömmu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar var bent á nokkur af þeim málum, stórum og smáum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að síðastliðin ár. Hér eru nokkur atriði af lista Andríkismanna frá því í mars: Stjórnmálaflokkarnir voru settir á fullt framfæri ríkisins í lok árs 2006, tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr áður lögfestum 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007, ríkisútgjöld hafa aldrei aukist jafnmikið á tveimur árum og frá 2006 til 2008. Á þessum tveimur árum hækkuðu þau um 35 prósent eða 120 þúsund milljónir króna, tekjuskatturinn var hækkaður aftur um síðustu áramót, nú úr 35,72% í 37,20%, gripið var til dýrustu „mótvægisaðgerða" Íslandssögunar í minnsta atvinnuleysi sögunnar árið 2007, gerðar voru sértækar lækkanir á virðisaukaskatti í stað almennra lækkana í ársbyrjun 2007, gjaldeyrishöft voru lögð á landsmenn haustið 2008, stórfelld þjóðnýting banka og fyrirtækja hófst haustið 2008 og stendur enn yfir, óskýr lagasetning um innstæðutryggingar á grundvelli tilskipunar ESB færði skattgreiðendum ábyrgðina á Icesave og gæti gert ríkissjóð gjaldþrota, ríkissjóður fór úr því að vera sagður skuldlaus í það að enginn treystir sér til að segja til um hve skuldirnar eru miklar. Niðurstaða Andríkismanna var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið undan síga á nær öllum hugmyndafræðilegum vígstöðvum sínum á síðustu árum, til dæmis hefðu allir viðstaddir þingmenn flokksins greitt atkvæði með hækkun á tekjuskatti einstaklinga um síðustu áramót. Af þessari upptalningu Andríkismanna er auðvelt að sjá að þeir sem aðhyllast minni ríkisrekstur og hóflega skattheimtu eiga sér ekki trúverðuga málsvara á Alþingi. Það er afleit staða við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð birti í gær athugasemdir við fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Álit ráðsins er almennt vel ígrundað og rökfast. Þar er meðal annars bent á að megnið af aðlögunaraðgerðum til að mæta vanda ríkissjóðs sé í formi skattahækkana og að ekki sé lögð næg áhersla á nauðsynlegan niðurskurð og aðhald í ríkisrekstrinum. Þetta er réttmæt gagnrýni. Útgjöld ríkisins hafa þanist út og starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað óhóflega. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson orðaði þetta ágætlega í pistli á heimasíðu sinni fyrir skömmu þegar hann benti á að: „Bara í stjórnsýslunni sjálfri væri hægt að ná fram miklum sparnaði. Þar hefur safnast saman fitulag sem hægt er að skera burt." Gísla láðist hins vegar að geta þess að ríkið hljóp ekki í spik og safnaði velmegunarístru, eins og útgerðarmaður eða heildsali í sögu frá síðustu öld, á þeim fáu mánuðum sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd. Bumban varð til á mörgum árum þegar flokksbræður hans og -systur stýrðu landinu. Pistlahöfundarnir á hinu hægrisinnaða vefriti Andríki fóru yfir þessa stöðu af hreinskilni skömmu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Þar var bent á nokkur af þeim málum, stórum og smáum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að síðastliðin ár. Hér eru nokkur atriði af lista Andríkismanna frá því í mars: Stjórnmálaflokkarnir voru settir á fullt framfæri ríkisins í lok árs 2006, tekjuskattur einstaklinga var hækkaður úr áður lögfestum 34,72% í 35,72% í byrjun árs 2007, ríkisútgjöld hafa aldrei aukist jafnmikið á tveimur árum og frá 2006 til 2008. Á þessum tveimur árum hækkuðu þau um 35 prósent eða 120 þúsund milljónir króna, tekjuskatturinn var hækkaður aftur um síðustu áramót, nú úr 35,72% í 37,20%, gripið var til dýrustu „mótvægisaðgerða" Íslandssögunar í minnsta atvinnuleysi sögunnar árið 2007, gerðar voru sértækar lækkanir á virðisaukaskatti í stað almennra lækkana í ársbyrjun 2007, gjaldeyrishöft voru lögð á landsmenn haustið 2008, stórfelld þjóðnýting banka og fyrirtækja hófst haustið 2008 og stendur enn yfir, óskýr lagasetning um innstæðutryggingar á grundvelli tilskipunar ESB færði skattgreiðendum ábyrgðina á Icesave og gæti gert ríkissjóð gjaldþrota, ríkissjóður fór úr því að vera sagður skuldlaus í það að enginn treystir sér til að segja til um hve skuldirnar eru miklar. Niðurstaða Andríkismanna var að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið undan síga á nær öllum hugmyndafræðilegum vígstöðvum sínum á síðustu árum, til dæmis hefðu allir viðstaddir þingmenn flokksins greitt atkvæði með hækkun á tekjuskatti einstaklinga um síðustu áramót. Af þessari upptalningu Andríkismanna er auðvelt að sjá að þeir sem aðhyllast minni ríkisrekstur og hóflega skattheimtu eiga sér ekki trúverðuga málsvara á Alþingi. Það er afleit staða við núverandi aðstæður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar