Clinton fundaði með Kim Jong-il Guðjón Helgason skrifar 4. ágúst 2009 18:51 Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti í dag fund með Kim Jong-il, hinum umdeilda leiðtoga Norður-Kóreu. Clinton kom í óvænta heimsókn til Norður-Kóreu í morgun. Ekkert var gefið upp í byrjun hverja hann myndi ræða við og þá um hvað. Talið var að hann væri að reyna að tryggja lausn tveggja bandarískra sjónvarpsfréttakvenna sem handteknar voru í Norður-Kóreu og sakaðar um að hafa ferðast ólöglega til landsins. Þær voru dæmdar í tólf ára þrælkunarvinnu. Einnig var talið að fyrrverandi forsetinn myndi reyna að liðka um fyrir viðræðum vegna kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna við vesturveldin og nágrannaríki. Fulltrúi Hvíta hússins sagði í morgun að Clinton færi til Norður-Kóreu á eigin vegum og væri ekki þar sem fulltrúi bandarískra stjórnvalda. Sérfræðingar í alþjóðamálum sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við telja þó nær útilokað að forsetinn fyrrverandi hafi farið í slíka ferð án þess að hafa fullan stuðning frá Hvíta húsinu. Clinton átti síðan í dag fund með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, en fregnir hafa borist síðustu mánuði af því að hann sé heilsutæpur og undirbúi að eftirláta syni sínum völdin í landinu. Ríkisfréttastöðin í Norður-Kóreu birti myndir af fundi Clintons og Kim Jong-il og var sagt að fjölmörg mál hafi verið rædd án þess að nánar væri greint frá því hvað þeim hafi farið á milli. Clinton hafi borið Kóreuleiðtoganum skilaboð frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Því vísar Hvíta húsið á bug. Erlent Fréttir Mest lesið Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Erlent Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Erlent „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Innlent Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fleiri fréttir Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti í dag fund með Kim Jong-il, hinum umdeilda leiðtoga Norður-Kóreu. Clinton kom í óvænta heimsókn til Norður-Kóreu í morgun. Ekkert var gefið upp í byrjun hverja hann myndi ræða við og þá um hvað. Talið var að hann væri að reyna að tryggja lausn tveggja bandarískra sjónvarpsfréttakvenna sem handteknar voru í Norður-Kóreu og sakaðar um að hafa ferðast ólöglega til landsins. Þær voru dæmdar í tólf ára þrælkunarvinnu. Einnig var talið að fyrrverandi forsetinn myndi reyna að liðka um fyrir viðræðum vegna kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna við vesturveldin og nágrannaríki. Fulltrúi Hvíta hússins sagði í morgun að Clinton færi til Norður-Kóreu á eigin vegum og væri ekki þar sem fulltrúi bandarískra stjórnvalda. Sérfræðingar í alþjóðamálum sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við telja þó nær útilokað að forsetinn fyrrverandi hafi farið í slíka ferð án þess að hafa fullan stuðning frá Hvíta húsinu. Clinton átti síðan í dag fund með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, en fregnir hafa borist síðustu mánuði af því að hann sé heilsutæpur og undirbúi að eftirláta syni sínum völdin í landinu. Ríkisfréttastöðin í Norður-Kóreu birti myndir af fundi Clintons og Kim Jong-il og var sagt að fjölmörg mál hafi verið rædd án þess að nánar væri greint frá því hvað þeim hafi farið á milli. Clinton hafi borið Kóreuleiðtoganum skilaboð frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Því vísar Hvíta húsið á bug.
Erlent Fréttir Mest lesið Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Erlent Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Erlent „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Innlent Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fleiri fréttir Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Sjá meira