Fótbolti

Alvöru dagskrá hjá Barcelona-liðinu á næstunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiði Smára Guðjohnsen á fleygiferð með Barcelona.
Eiði Smára Guðjohnsen á fleygiferð með Barcelona. Mynd/GettyImages

Það verður nóg af stórleikjum hjá Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Barcelona á næstunni því Barcelona leikur sex mikilvæga og erfiða leiki á aðeins þremur vikum.

Eiður Smári hefur ekki fengið mikið að spila að undanförnu en líkurnar að okkar maður fá að spila meira aukast við þessar aðstæður enda líklegt að Josep "Pep" Guardiola reyni að dreifa álaginu á liðið sitt.

Barcelona mætir á næstu þremur vikum fjórum aðalkeppninautum sínum í spænsku deildinni og í millitíðinni spilar liðið síðan við Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrsti leikur í þessari törn er á móti Sevilla á morgun en síðan taka við leikir á móti Valencia, Real Madrid og Vilarreal. Það eru bara sjö leikir eftir af spænsku deildinni og Barcelona hefur sex stiga forskot á Real Madrid.

Barcelona vonast til að gera jafnvel í þessum fjórum leikjum og í fyrri umferðinni þegar liðið vann öll þessi lið með markatölunni 11-1. Real Madrid náði "aðeins" sex stigum út úr leikjum á móti sömu liðum en það munar einmitt sex stigum á liðunum í deildinni í dag.

Það sem gerir verkefnið enn erfiðara fyrir Barcelona er að í millitíðinni þarf liðið að spila tvo undanúrslitaleiki í Meistaradeildinni á móti enska liðinu Chelsea. Clasico-leikurinn á móti Real Madrid er einmitt á milli þessara tveggja leikja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×