WBA-þungavigameistarinn Nikolai Valuev hefur staðfest að hann og Vitali Klitschko munu mætast í hringnum næsta vetur.
„Ég hef talað við Vitali í gegnum síma og við komumst að samkomulagi um að mætast í hringnum. Tímasetningin á bardaganum er ekki alveg komin á hreint en ég gæti trúað því að þetta muni gerast í september eða í byrjun október," segir hinn stæðilegi Valuev sem er 2, 13 metrar á hæð.
Valuev hefur getið sér gott orð sem leikari utan hringsins en hann hóf leiklistarferil sinn með þýsku myndinni 7 Zwerge - Der Wald ist nicht genug.
Valuev sló svo rækilega í gegn með myndinni Stonehead árið 2008 þar sem hann lék fyrrum hnefaleikamann sem missir minnið. Nú er kappinn með tvær nýjar myndir á teikniborðinu.