Viðskipti erlent

Lettland er lent í íslenskri kreppu

Lettland er lent í íslenskri kreppu eftir að Moody´s lækkaði lánshæfimatið á ríkissjóði Lettlands úr A3 niður í Baa1. Hið sama gerði Moody´s á ríkissjóði Íslands í lok síðasta árs.

Lækkun sem þessi gerir viðkomandi landi mjög erfitt fyrir að sækja sér lánsfé á almennum bankamarkaði og verður viðkomandi land í flestum tilfellum háð aðstoð alþjóðlegra stofnanna eins og gerst hefur með Ísland.

Í frétt um málið á vefsíðunni E24.no er haft eftir Kenneth Orchard hjá Mody´s að fjármálakreppan komi dýpra og verr við kaunin á Lettum en áður hafi verið talið. Landið er eitt þeirra sem neyðst hefur til að leita ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Og þetta eru slæmar fréttir fyrir norska stórbankann DnB Nor sem átti í fyrra um 22 milljarða norskra króna, eða hátt í 400 milljarða kr., útistandandi í Lettlandi í fyrra.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×