Handbolti

Nítján valdir í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson.

Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Makedóníu og Eistlandi í undankeppni EM 2010 í næstu viku.

Ísland mætir Makedóníu ytra þann 17. mars og verður leikurinn sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu á Rúv klukkan 19.15.

Leikið verður svo gegn Eistlandi hér heima sunnudaginn 22. mars klukkan 16.00.

Hópurinn er nokkuð fjölmennur að þessu sinni eða nítján manns. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sagði að það væri vegna þess að nokkuð um meiðsli væri í hópnum auk þess sem Vignir Svavarsson væri í banni í leiknum gegn Makedóníu.

Hópurinn:

Markverðir:

Björgvin Gústavsson

Hreiðar Guðmundsson

Aðrir leikmenn:

Vignir Svavarsson

Ásgeir Örn Hallgrímsson

Logi Geirsson

Arnór Atlason

Guðjón Valur Sigurðsson

Snorri Steinn Guðjónsson

Einar Hólmgeirsson

Sturla Ásgeirsson

Sverre Jakobsson

Róbert Gunnarsson

Ingimundur Ingimundarson

Ragnar Óskarsson

Þórir Ólafsson

Rúnar Kárason

Aron Pálmarsson

Kári Kristján Kristjánsson

Sigurbergur Sveinsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×