Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Ægi var að bæta við enn einu Íslandsmetinu í sarpinn á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug.
Sigrún Brá setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi þegar hún synti á tímanum 4:15,17 en það er bæting á gamla meti Sigrúnar Bráar um tæpar tvær sekúndur.
Sigrún Brá átti í harðri baráttu við Ingu Elínu Cryer, ÍA, sem synti nálægt gamla metinu og setti stúlknamet.