Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur fallið um 2,91 prósent frá því hlutabréfamarkaður opnaði fyrir tæpum stundarfjórðungi.
Á sama tíma hefur gengi bréfa Færeyjabanka hækkað um 1,23 prósent og Century Aluminum um 1,01 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,16 prósent og stendur hún í 269 stigum.