Landsbankinn hjálpar deCode 22. janúar 2009 03:15 DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur leyst úr skammtímavanda með sölu á safni skuldabréfa. Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. jonab@markadurinn.is Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. jonab@markadurinn.is
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira