Framboð Þórðar vekur heimsathygli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2009 13:59 Þórður segist eftir að skora eitt mark fyrir ÍA áður en hann hættir. Mynd/Daníel „Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður. Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
„Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður.
Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira