Körfubolti

Strákarnir unnu sjö stiga sigur á Ungverjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tómas Heiðar Tómasson skoraði 18 stig í dag.
Tómas Heiðar Tómasson skoraði 18 stig í dag. Mynd/KKÍ.is

18 ára landslið karla í körfubolta vann í dag 84-77 sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í milliriðli b-deild Ebrópukeppninnar sem fer fram í Bosníu.

Íslensku strákarnir áttu frábæran fjórða leikhluta sem þeir unnu með 8 stigum, 21-13, en þeir voru fjórum stigum undir í hálfleik þegar staðan var 45-41 fyrir Ungverja.

Tómas Heiðar Tómasson úr Fjölni var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig en hann átti auk þess fimm stoðsendingar á félaga sína. Haukur Óskarsson úr Haukum var næststigahæstur með 17 stig.

Haukur Helgi Pálsson úr Fjölni var með 15 stig og 9 fráköst og félagi hans og fyrirliði liðsins, Ægir Þór Steinarsson, var með 12 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst.

Íslenska liðið mætir næst Dönum á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×