Styrkleikaröðun klár fyrir opna ástralska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2009 11:15 Novak Djokovic bar sigur úr býtum í einliðaleik karla í fyrra. Nordic Photos / Getty Images Búið er að raða þeim 32 bestu keppendum sem taka þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis í sæti samkvæmt styrkleikaröð. Raðað er samkvæmt stöðu leikmanna á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins en þeir sem ekki geta tekið þátt í mótinu er vitanlega ekki raðað í sæti. Nikolay Davydenko er eini leikmaðurinn úr fremstu röð í einliðaleik karla sem ekki getur spilað á mótinu vegna meiðsla. Maria Sharapova er einnig frá vegna meiðsla í kvennaflokki en hún bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra. Mótið hefst á mánudaginn næstkomandi og eru margir sem veðja á að Skotinn Andy Murray muni ná langt á mótinu en hann hefur verið í góðu formi undanfarið. Hann er í fjórða sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla en Spánverjinn Rafael Nadal er efstur. Í kvennaflokki er Jelena Jankovic frá Serbíu efst og Serena Williams önnur. Styrkleikaröðunin er til þess gerð að bestu leikmenn mótsins geta ekki mæst í fyrstu umferðum keppninnar. Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks og þeim skipt í átta flokka. Keppt er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi og er hver flokkur með sextán keppendur. Sigurvegarinn úr hverjum flokki kemst svo áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Skipulagið er með þeim hætti að efstu tveir menn á styrkleikalistanum geta ekki mæst nema í sjálfri úrslitaviðureigninni. Það er þó alls ekki algilt að aðeins þeir sem er raðað í styrkleikasæti komist langt á mótinu en í fyrra komst Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga alla leið í úrslitin þó svo að hann hafi fyrirfram ekki verið talinn meðal 32 sterkustu keppenda mótsins. Hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitunum. Tsonga er nú í fimmta sæti styrkleikalista mótsins. Efstu átta keppendur í einliðaleik karla: 1. Rafael Nadal, Spáni 2. Roger Federer, Sviss 3. Novak Djokovic, Serbíu 4. Andy Murray, Bretlandi 5. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 6. Gilles Simon, Frakklandi 7. Andy Roddick, Bandaríkjunum 8. Juan Martin del Potro, Argentínu Efstu átta keppendur í einliðaleik kvenna: 1. Jelena Jankovic, Serbíu 2. Serena Williams, Bandaríkjunum 3. Dinara Safina, Rússlandi 4. Elena Dementieva, Rússlandi 5. Ana Ivanovic, Serbíu 6. Venus Williams, Bandaríkjunum 7. Vera Zvonareva, Rússlandi 8. Svetlana Kuznetsova, Rússlandi Erlendar Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Búið er að raða þeim 32 bestu keppendum sem taka þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis í sæti samkvæmt styrkleikaröð. Raðað er samkvæmt stöðu leikmanna á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins en þeir sem ekki geta tekið þátt í mótinu er vitanlega ekki raðað í sæti. Nikolay Davydenko er eini leikmaðurinn úr fremstu röð í einliðaleik karla sem ekki getur spilað á mótinu vegna meiðsla. Maria Sharapova er einnig frá vegna meiðsla í kvennaflokki en hún bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra. Mótið hefst á mánudaginn næstkomandi og eru margir sem veðja á að Skotinn Andy Murray muni ná langt á mótinu en hann hefur verið í góðu formi undanfarið. Hann er í fjórða sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla en Spánverjinn Rafael Nadal er efstur. Í kvennaflokki er Jelena Jankovic frá Serbíu efst og Serena Williams önnur. Styrkleikaröðunin er til þess gerð að bestu leikmenn mótsins geta ekki mæst í fyrstu umferðum keppninnar. Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks og þeim skipt í átta flokka. Keppt er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi og er hver flokkur með sextán keppendur. Sigurvegarinn úr hverjum flokki kemst svo áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Skipulagið er með þeim hætti að efstu tveir menn á styrkleikalistanum geta ekki mæst nema í sjálfri úrslitaviðureigninni. Það er þó alls ekki algilt að aðeins þeir sem er raðað í styrkleikasæti komist langt á mótinu en í fyrra komst Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga alla leið í úrslitin þó svo að hann hafi fyrirfram ekki verið talinn meðal 32 sterkustu keppenda mótsins. Hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitunum. Tsonga er nú í fimmta sæti styrkleikalista mótsins. Efstu átta keppendur í einliðaleik karla: 1. Rafael Nadal, Spáni 2. Roger Federer, Sviss 3. Novak Djokovic, Serbíu 4. Andy Murray, Bretlandi 5. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 6. Gilles Simon, Frakklandi 7. Andy Roddick, Bandaríkjunum 8. Juan Martin del Potro, Argentínu Efstu átta keppendur í einliðaleik kvenna: 1. Jelena Jankovic, Serbíu 2. Serena Williams, Bandaríkjunum 3. Dinara Safina, Rússlandi 4. Elena Dementieva, Rússlandi 5. Ana Ivanovic, Serbíu 6. Venus Williams, Bandaríkjunum 7. Vera Zvonareva, Rússlandi 8. Svetlana Kuznetsova, Rússlandi
Erlendar Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira