Íslenski boltinn

Haukar sóttu þrjú stig í Ólafsvík og fóru á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Marteinsson, þjálfari Hauka og Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrirliði.
Andri Marteinsson, þjálfari Hauka og Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrirliði.

Haukar eru komnir í efsta sæti 1. deildar karla í fótbolta efir 4-1 sigur á Ólafsvíkur-Víkingum á Snæfellsnesi í kvöld. Haukar fóru upp fyrir HK og Selfoss sem mætast á morgun.

Úlfar Hrafn Pálsson, Guðjón Lýðsson, Hilmar Geir Eiðsson og Jónmundur Grétarsson skoruðu mörk Hauka en Alfreð Elías Jóhannsson náði að jagna leikinn. Haukar hafa unnið 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í sumar.

KA-menn eru enn taplausir eftir markalaust jafntefli á heimavelli á móti Fjarðabyggð en þeir hafa þó bara sex stig eftir þrjú jafntefli í fyrstu fjórum leikjum sínum.

ÍR-ingar komust upp úr fallsæti með 2-1 sigri á Leikni í uppgjöfi Breiðholtsliðanna sem voru í tveimur neðstu sætunum fyrir leikinn. Leiknismenn eru því áfram í botnsætinu. Haukur Ólafsson tryggði ÍR sigurinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×