Glæsilegu Íslandsmeistaramóti í sundi í 25 metra laug lauk í Laugardalslaug í dag með enn einu Íslandsmetinu.
Kvennasveit Ægis setti Íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi þegar hún synti á tímanum 3:50,80.
Sveitina skipuðu Sigrún Brá Sverrisdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. A sveit SH varð í öðru sætinu á tímanum 3:58,20 og A sveit ÍRB varð í þriðja sæti á tímanum 4:01,98.