Segir styrkjamálin hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið 25. apríl 2009 14:04 Björn Bjarnason Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn. Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn.
Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira