Dómgreindarskortur Ögmundur Jónasson skrifar 28. júlí 2009 06:00 Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ögmundur Jónasson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun