Ofbeldisvæðingin Jónína Michaelsdóttir skrifar 29. september 2009 06:00 Fimm ára stúlka var stungin með eggvopni af ungri konu í Keflavík, og liggur þungt haldin á Landspítalanum. Grunur leikur á að konan hafi verið að hefna sín á foreldrum, samkvæmt fjölmiðlum gærdagsins, en ekki er ljóst þegar þetta er skrifað, fyrir hvað. Í gær var líka viðtal við lögreglustjóra Suðurnesja, sem segir skipulagða glæpastarfsemi finnast í umdæminu. Þar séu bæði innlendir og erlendir hópar sem fylgst sé vel með. Hættumat greiningardeildar þjóni embættinu og hún mæli með að fleiri umdæmi verði greind með sambærilegum hætti. Í ljósi aðstæðna hlýtur það að teljast sjálfsagður hlutur, þó að napurt sé að þurfa að horfast í augu við að að fámenn en upplýst þjóð á eyju í Atlantshafi, þar sem slíkt ætti ekki að geta dulist, skuli ekki eiga ráð til að uppræta innlenda glæpahópa og vísa hinum úr landi. Þó að illskiljanlegur örvæntingarglæpur sé ekki það sama og skipulagðir hópar innbrotsþjófa og fíkniefnaþjóna er ofbeldi beitt í báðum tilvikum til að ná sér niðri á, eða ná sínu fram. Það er þjóðarsmán að handrukkarar skuli vera starfandi hér á landi, í þeirri vissu að fórnarlömbin geta ekki kært þá nema stofna lífi og heilsu sinna nánustu í hættu. Vantar ekki eitthvað í lagabálkinn? Að koma eins og þjófur á nóttu, er ekki lengur bara líkingarmál. Fólk leggst ekki lengur rólegt og öruggt til svefns á eigin heimilum. Árvökull maður veitti athygli bifreið sem lengi vel ók fram og aftur í götunni hans, og gerði viðvart. Hjá bifreiðastjóranum fannst nákvæmt yfirlit yfir húsin í götunni, fjarvistir og vinnutíma íbúa. Merkt var með bláu við hús með öryggiskerfi en rauðu hjá þeim sem áttu hunda. Þó að erlendir og þrautþjálfaðir fagmenn í þjófnaði hafi verið stórtækir hér á landi og vafalítið skopast að andvaraleysinu hérlendis er eins víst að að Íslendingar á sömu braut eru námfúsir. Og þess utan er engu að kvíða. Fari svo að þeir náist er ekki pláss fyrir þá í fangelsum, svo að þeir geta notað biðtímann vel. Eða þeir eru settir inn í fangelsi sem eru eins og hótel, miðað við það sem tíðkast víða erlendis. Gott frí. Hvernig er með heimavistarskóla á landsbyggðinni, sem ekki eru lengur í notkun? Er ekki húsnæði úti um allt sem hægt væri að laga að þessari starfsemi? Vald yfir lífi annarraHeimilisofbeldi hefur smám saman komið upp á yfirborðið á síðustu árum. Fólk veit um úrræði, veit hvert það getur farið og fengið skilning og stuðning. Það er ekki lengur skömm að segja frá því að maður hafi sætt ofbeldi og lifað við það, ekki frekar en að vera samkynhneigður. Ofbeldið getur átt greiða leið upp á yfirborðið þegar áfengi og fíkniefni eru undir stýri hjá manneskjunni, til dæmis á útihátíðum, en oft þarf ofbeldið enga örvun. Óhugnanlegar fréttir af fyrirbærinu í Austurríki, sem gerði dóttur sína að fanga og kynlífsþræli í kjallaranum heima hjá sér, voru á þann veg, að manni þóttu þær nánast handan við hugmyndaflugið. Síðan kemur annar slíkur ofbeldismaður í ljós vestanhafs. Hvort tveggja vitnar um öðrum þræði um þá ónáttúru að sækjast eftir og njóta þess að hafa algjört vald yfir lífi annarrar manneskju. Þetta endurspeglast í frábærum leik Þrastar Leós, Davíðs, Jörundar og Dóru í leikritinu, Heima er best, í Borgarleikhúsinu. Birtingarmynd þess er líka meðferðin á föngunum í Guantanamo, sem og víðar. Á vaktinniVald og valdagræðgi er jafnan tengd stjórnmálum og fjármálastarfsemi, en valdagræðgi er algeng inni á heimilum, á skólalóðum og vinnustöðum. Þessi hneigð til að ráða yfir öðrum. Sýna vald sitt með því að niðurlægja einhvern, gera hann hlægilegan og niðurbrotinn, til að hinir sjái hvers viðkomandi er megnugur. Þetta er náttúrlega birtingarmynd vanmetakenndar. Sá sem er öruggur og sáttur innra með sér þarf ekki á fylgispekt á kostnað annarra að halda. En valdið og ofbeldið er líka vinsælasta afþreyingarefni samtímans. Vinsælustu bíómyndir og bækur á Vesturlöndum eru sakamálasögur með hugvitsamlegum hörmungum innan um skemmtilega spennufrásögn. Eflaust blundar einhvers konar valdafíkn í hverjum manni. Hjá sumum rumskar hún kannski, en vaknar aldrei. Aðrir eiga sína takta í vinahópi, en reynslan kennir að þessi kennd glaðvaknar oft þegar menn fá mannaforráð. Þá þurfa þeir að vera á vaktinni gagnvart sjálfum sér. Reyndar þurfum við öll að standa slíka vakt, allar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun
Fimm ára stúlka var stungin með eggvopni af ungri konu í Keflavík, og liggur þungt haldin á Landspítalanum. Grunur leikur á að konan hafi verið að hefna sín á foreldrum, samkvæmt fjölmiðlum gærdagsins, en ekki er ljóst þegar þetta er skrifað, fyrir hvað. Í gær var líka viðtal við lögreglustjóra Suðurnesja, sem segir skipulagða glæpastarfsemi finnast í umdæminu. Þar séu bæði innlendir og erlendir hópar sem fylgst sé vel með. Hættumat greiningardeildar þjóni embættinu og hún mæli með að fleiri umdæmi verði greind með sambærilegum hætti. Í ljósi aðstæðna hlýtur það að teljast sjálfsagður hlutur, þó að napurt sé að þurfa að horfast í augu við að að fámenn en upplýst þjóð á eyju í Atlantshafi, þar sem slíkt ætti ekki að geta dulist, skuli ekki eiga ráð til að uppræta innlenda glæpahópa og vísa hinum úr landi. Þó að illskiljanlegur örvæntingarglæpur sé ekki það sama og skipulagðir hópar innbrotsþjófa og fíkniefnaþjóna er ofbeldi beitt í báðum tilvikum til að ná sér niðri á, eða ná sínu fram. Það er þjóðarsmán að handrukkarar skuli vera starfandi hér á landi, í þeirri vissu að fórnarlömbin geta ekki kært þá nema stofna lífi og heilsu sinna nánustu í hættu. Vantar ekki eitthvað í lagabálkinn? Að koma eins og þjófur á nóttu, er ekki lengur bara líkingarmál. Fólk leggst ekki lengur rólegt og öruggt til svefns á eigin heimilum. Árvökull maður veitti athygli bifreið sem lengi vel ók fram og aftur í götunni hans, og gerði viðvart. Hjá bifreiðastjóranum fannst nákvæmt yfirlit yfir húsin í götunni, fjarvistir og vinnutíma íbúa. Merkt var með bláu við hús með öryggiskerfi en rauðu hjá þeim sem áttu hunda. Þó að erlendir og þrautþjálfaðir fagmenn í þjófnaði hafi verið stórtækir hér á landi og vafalítið skopast að andvaraleysinu hérlendis er eins víst að að Íslendingar á sömu braut eru námfúsir. Og þess utan er engu að kvíða. Fari svo að þeir náist er ekki pláss fyrir þá í fangelsum, svo að þeir geta notað biðtímann vel. Eða þeir eru settir inn í fangelsi sem eru eins og hótel, miðað við það sem tíðkast víða erlendis. Gott frí. Hvernig er með heimavistarskóla á landsbyggðinni, sem ekki eru lengur í notkun? Er ekki húsnæði úti um allt sem hægt væri að laga að þessari starfsemi? Vald yfir lífi annarraHeimilisofbeldi hefur smám saman komið upp á yfirborðið á síðustu árum. Fólk veit um úrræði, veit hvert það getur farið og fengið skilning og stuðning. Það er ekki lengur skömm að segja frá því að maður hafi sætt ofbeldi og lifað við það, ekki frekar en að vera samkynhneigður. Ofbeldið getur átt greiða leið upp á yfirborðið þegar áfengi og fíkniefni eru undir stýri hjá manneskjunni, til dæmis á útihátíðum, en oft þarf ofbeldið enga örvun. Óhugnanlegar fréttir af fyrirbærinu í Austurríki, sem gerði dóttur sína að fanga og kynlífsþræli í kjallaranum heima hjá sér, voru á þann veg, að manni þóttu þær nánast handan við hugmyndaflugið. Síðan kemur annar slíkur ofbeldismaður í ljós vestanhafs. Hvort tveggja vitnar um öðrum þræði um þá ónáttúru að sækjast eftir og njóta þess að hafa algjört vald yfir lífi annarrar manneskju. Þetta endurspeglast í frábærum leik Þrastar Leós, Davíðs, Jörundar og Dóru í leikritinu, Heima er best, í Borgarleikhúsinu. Birtingarmynd þess er líka meðferðin á föngunum í Guantanamo, sem og víðar. Á vaktinniVald og valdagræðgi er jafnan tengd stjórnmálum og fjármálastarfsemi, en valdagræðgi er algeng inni á heimilum, á skólalóðum og vinnustöðum. Þessi hneigð til að ráða yfir öðrum. Sýna vald sitt með því að niðurlægja einhvern, gera hann hlægilegan og niðurbrotinn, til að hinir sjái hvers viðkomandi er megnugur. Þetta er náttúrlega birtingarmynd vanmetakenndar. Sá sem er öruggur og sáttur innra með sér þarf ekki á fylgispekt á kostnað annarra að halda. En valdið og ofbeldið er líka vinsælasta afþreyingarefni samtímans. Vinsælustu bíómyndir og bækur á Vesturlöndum eru sakamálasögur með hugvitsamlegum hörmungum innan um skemmtilega spennufrásögn. Eflaust blundar einhvers konar valdafíkn í hverjum manni. Hjá sumum rumskar hún kannski, en vaknar aldrei. Aðrir eiga sína takta í vinahópi, en reynslan kennir að þessi kennd glaðvaknar oft þegar menn fá mannaforráð. Þá þurfa þeir að vera á vaktinni gagnvart sjálfum sér. Reyndar þurfum við öll að standa slíka vakt, allar stundir.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun