Engin haldbær sönnunargögn önnur en játning Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. september 2010 18:30 Engin haldbær óumdeild sönnunargögn virðast liggja fyrir í manndrapsmálinu í Hafnarfirði, sem lögregla er tilbúin að greina frá, önnur en játning Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Leit lögreglu að morðvopninu hefur engan árangur borið. Leit að morðvopninu sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni hófst aftur upp úr hádeginu og voru kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra að fínkemba svæðið við smábátahöfnina í Hafnarfirði í allan dag. Laust fyrir sex í kvöld var morðvopnið ekki enn fundið. Gunnar Rúnar hefur samþykkt að sæta geðheilbrigðisrannsókn og verður hún framkvæmd eftir helgi. Friðrik Smári Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ekki úrslitaatriði að morðvopnið fyndist þar sem játning lægi fyrir, hins vegar skipti það máli að morðvopnið kæmi í leitirnar upp á sönnun að gera enda vill lögreglan búa málið sem best undir ákærumeðferð hjá ríkissaksóknara. Lögregla neitar að sú afstaða að útiloka hlutdeild annarra byggist á játningu Gunnars Rúnars eingöngu og segir að það komi fleira til, en ekki hefur fengist upp gefið hvað það er. Fréttastofa fékk staðfest í dag að meðal þess sem komið hefði fram við yfirheyrslur yfir Gunnari Rúnari var að uppáhaldskvikmynd hans væri V For Vendetta með bandarísku leikkonunni Natalie Portman, en hún fjallar um hnífaárásir. Þá er bókin Dauðarósir eftir Arnald Indriðason í miklu uppáhaldi hjá sakborningnum, en bókin fjallar að hluta til um ástríðuglæpi en ein af söguhetjum bókarinnar er ungur maður sem hefur verið utangátta í samfélaginu, var lagður í einelti og skilinn útundan. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur þetta takmarkaða þýðingu fyrir rannsóknina, en kom engu að síður fram við bakgrunnsathugun á sakborningnum. Friðrik Smári vildi ekki tjá sig um þetta atriði í samtali við fréttastofu. Það liggja ekki enn fyrir niðurstöður úr DNA-rannsókn á blóði sem fannst á skóm Gunnars Rúnars, en enn er beðið eftir niðurstöðum úr nokkrum rannsóknum frá Svíþjóð. Það hefur ekkert breyst þar. Á blaðamannafundinum í gær vék Friðrik Smári Björgvinsson að þessu atriði með svofelldum orðum: „Þau sýni og þær niðurstöður hafa ekki varpað neitt skýrara ljósi á málið. Við erum ekki búnir að fá niðurstöður úr öllum þessum sýnum sem send voru út." Lögreglan veit hvernig hnífur var notaður en vill ekki svara spurningum um hvort um hefðbundið eldhúsáhald hafi verið að ræða eða annars konar eggvopn. Gunnar Rúnar var ekki samvinnuþýður við rannsóknina fram að játningu, samkvæmt heimildum fréttastofu, enda neitaði hann ávallt að hafa átt aðild að verknaðinum í fyrstu. Hátt í hundrað manns hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og hafa um það bil fjörutíu lögreglumenn komið að rannsókninni. Lögregla svarar engu um undirbúningsathafnir af hálfu sakborningsins og hefur svarað því þannig að frekari rannsóknir muni leiða það í ljós. Þannig að ekki liggur fyrir hvort sakborningurinn hafi haft einbeittan ásetning í einhvern tíma um að verða hinum látna að bana. Málið verður sent til ákærumeðferðar hjá Valtý Sigurðssyni, ríkissaksóknara, um leið og rannsókn þess lýkur. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Morðvopnið ófundið - ekki lengur í einangrun Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið, að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5. september 2010 09:16 Einbeittur ásetningur eða framið í ákafri geðshræringu? Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. 5. september 2010 10:51 Gunnar Rúnar játar Gunnar Rúnar Sigurþórsson 23 ára gamall karlmaður úr Hafnarfirði hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst síðastliðinn. Hann játaði að hafa orðið honum að bana í gær og í dag. Hann var einn að verki. 4. september 2010 17:40 Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08 Gunnar segist hafa kastað hnífnum í höfnina Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana hefur vísað lögreglunni á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann segist hafa kastað morðvopninu. 4. september 2010 18:37 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Engin haldbær óumdeild sönnunargögn virðast liggja fyrir í manndrapsmálinu í Hafnarfirði, sem lögregla er tilbúin að greina frá, önnur en játning Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Leit lögreglu að morðvopninu hefur engan árangur borið. Leit að morðvopninu sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni hófst aftur upp úr hádeginu og voru kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra að fínkemba svæðið við smábátahöfnina í Hafnarfirði í allan dag. Laust fyrir sex í kvöld var morðvopnið ekki enn fundið. Gunnar Rúnar hefur samþykkt að sæta geðheilbrigðisrannsókn og verður hún framkvæmd eftir helgi. Friðrik Smári Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ekki úrslitaatriði að morðvopnið fyndist þar sem játning lægi fyrir, hins vegar skipti það máli að morðvopnið kæmi í leitirnar upp á sönnun að gera enda vill lögreglan búa málið sem best undir ákærumeðferð hjá ríkissaksóknara. Lögregla neitar að sú afstaða að útiloka hlutdeild annarra byggist á játningu Gunnars Rúnars eingöngu og segir að það komi fleira til, en ekki hefur fengist upp gefið hvað það er. Fréttastofa fékk staðfest í dag að meðal þess sem komið hefði fram við yfirheyrslur yfir Gunnari Rúnari var að uppáhaldskvikmynd hans væri V For Vendetta með bandarísku leikkonunni Natalie Portman, en hún fjallar um hnífaárásir. Þá er bókin Dauðarósir eftir Arnald Indriðason í miklu uppáhaldi hjá sakborningnum, en bókin fjallar að hluta til um ástríðuglæpi en ein af söguhetjum bókarinnar er ungur maður sem hefur verið utangátta í samfélaginu, var lagður í einelti og skilinn útundan. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur þetta takmarkaða þýðingu fyrir rannsóknina, en kom engu að síður fram við bakgrunnsathugun á sakborningnum. Friðrik Smári vildi ekki tjá sig um þetta atriði í samtali við fréttastofu. Það liggja ekki enn fyrir niðurstöður úr DNA-rannsókn á blóði sem fannst á skóm Gunnars Rúnars, en enn er beðið eftir niðurstöðum úr nokkrum rannsóknum frá Svíþjóð. Það hefur ekkert breyst þar. Á blaðamannafundinum í gær vék Friðrik Smári Björgvinsson að þessu atriði með svofelldum orðum: „Þau sýni og þær niðurstöður hafa ekki varpað neitt skýrara ljósi á málið. Við erum ekki búnir að fá niðurstöður úr öllum þessum sýnum sem send voru út." Lögreglan veit hvernig hnífur var notaður en vill ekki svara spurningum um hvort um hefðbundið eldhúsáhald hafi verið að ræða eða annars konar eggvopn. Gunnar Rúnar var ekki samvinnuþýður við rannsóknina fram að játningu, samkvæmt heimildum fréttastofu, enda neitaði hann ávallt að hafa átt aðild að verknaðinum í fyrstu. Hátt í hundrað manns hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og hafa um það bil fjörutíu lögreglumenn komið að rannsókninni. Lögregla svarar engu um undirbúningsathafnir af hálfu sakborningsins og hefur svarað því þannig að frekari rannsóknir muni leiða það í ljós. Þannig að ekki liggur fyrir hvort sakborningurinn hafi haft einbeittan ásetning í einhvern tíma um að verða hinum látna að bana. Málið verður sent til ákærumeðferðar hjá Valtý Sigurðssyni, ríkissaksóknara, um leið og rannsókn þess lýkur.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Morðvopnið ófundið - ekki lengur í einangrun Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið, að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5. september 2010 09:16 Einbeittur ásetningur eða framið í ákafri geðshræringu? Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. 5. september 2010 10:51 Gunnar Rúnar játar Gunnar Rúnar Sigurþórsson 23 ára gamall karlmaður úr Hafnarfirði hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst síðastliðinn. Hann játaði að hafa orðið honum að bana í gær og í dag. Hann var einn að verki. 4. september 2010 17:40 Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08 Gunnar segist hafa kastað hnífnum í höfnina Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana hefur vísað lögreglunni á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann segist hafa kastað morðvopninu. 4. september 2010 18:37 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Morðvopnið ófundið - ekki lengur í einangrun Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið, að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5. september 2010 09:16
Einbeittur ásetningur eða framið í ákafri geðshræringu? Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. 5. september 2010 10:51
Gunnar Rúnar játar Gunnar Rúnar Sigurþórsson 23 ára gamall karlmaður úr Hafnarfirði hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst síðastliðinn. Hann játaði að hafa orðið honum að bana í gær og í dag. Hann var einn að verki. 4. september 2010 17:40
Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08
Gunnar segist hafa kastað hnífnum í höfnina Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana hefur vísað lögreglunni á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann segist hafa kastað morðvopninu. 4. september 2010 18:37