Guðmundur Andri Thorsson: „Ekkert það myrkur er til…“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. apríl 2010 06:00 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á eftir að hafa varanleg áhrif á íslenskt þjóðlíf, því að þar segir af óhugnanlegri nákvæmni frá því hvernig „tilraunin Ísland" fór út um þúfur. Þar segir í löngu máli frá stórkostlega illa reknu þjóðfélagi. Þar er spillingin þykk og vanhæfnin altæk. Stjörnulögfræðingar liðinnar glópagullaldar kalla það reyndar „múgsefjun" þegar almenningi gefst færi á að virða fyrir sér stjórnarfar á Íslandi síðustu áratugina og dirfist að hneykslast en ætli nærtækara sé ekki að tala hér um „siðbót". Óhjákvæmileg siðbótEnginn þeirra sem léku aðalhlutverkin í þessum leik á afturkvæmt. Einstaklingarnir eru hrifnir með í þessum feiknum og berast með flaumnum, hver í áttina að sínum óhjákvæmilega stað. Ekkert verður sem áður. Þeir atburðir sem við lifum nú í kjölfar Skýrslunnar eru stærri og meiri en svo að nokkur einstaklingur fái stöðvað þá eða snúið þeim sér í hag.Þó þeir reyni. Nokkrir lykilþátttakenda hafa brugðist við Skýrslunni þó að flestir þeirra reyni enn að fela sig inni í gosmekkinum, nú þegar þeir geta ekki lengur dulist inni í Icesave-moldviðrinu. Því eins og segir í Jobsbók 34:22: „Ekkert það myrkur er til eða niðdimma þar sem illvirkinn geti falist." Ekki byrjaði það vel. Það var beinlínis líkamlega óþægilegt að sjá Geir Haarde birtast daginn eftir Skýrslu eins og sjálfan Pontíus Pílatus. Hann sagði nei. Nei og nei og nei-nei-nei: ekki ég, ekki við, og alls ekki Davíð. Þegar maður heyrði og sá þennan Herra Hrun svona gersamlega ósnortinn af öllu endurlifði maður þessa skelfingardaga veturinn 2008 þegar hann var daglegur gestur í sjónvarpi að fullvissa okkur um endaleysur.Og ekki tók betra við þegar Ólafur Ragnar Grímsson kom í viðtal í útvarpinu. Hann virtist telja að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave hefði veitt honum slíkt endurnýjað umboð til sjálfsréttlætinga að hann gæti með gamalkunnum mælskubrögðum sópað burt þeim áfellisdómi sem er að finna um hann í Skýrslunni. Hann reyndi að láta líta svo út að siðferðishluti Skýrslunnar væri ómarktækur út af missögn um brall hans með Al-Thani ættinni í Katar (en Ólafur hefur eins og kunnugt er unnið um árabil ötullega að inngöngu Íslands í Asíu) en hinn „eiginlegi hluti" hreinsaði hann af ábyrgð. Hann skynjaði ekki hinn þunga dyn Skýrslunnar. Þarna mistókst honum að finna samhljóminn með þjóðinni á örlagastundu - og á eftir að reynast honum dýrkeypt. Fari þau velIllugi Gunnarsson og Björgvin G. Sigurðsson hafa báðir ákveðið að horfast í augu við raunverulega stöðu sína og láta af þingmennsku. Gott hjá þeim, fari þeir vel. Og Þorgerður Katrín. Heyrst hefur að ósanngjarnt sé að hún skuli gjalda fyrir lánabrask eiginmanns síns, en málið snýst ekki um það. Í merkri ræðu sinni á Flokksstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins tók hún á sig ábyrgð á stefnu- og aðgerðaleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde og virtist afsögn hennar fyrst og fremst vera út af þeim áfellisdómi sem störf þeirrar ríkisstjórnar hlýtur í Skýrslunni. Hún dregur sem sé sínar eðlilegu pólitísku afleiðingar af því sem þar stendur. Gott hjá henni. Fari hún vel.Rétt eins og Ingibjörg Sólrún gerði í sinni ræðu hjá Samfylkingunni: Hún hafði manndóm til að standa frammi fyrir því fólki sem trúði henni til þess á sínum tíma að vera í fararbroddi við siðbót íslensks samfélags og segja: Ég brást bæði sjálfri mér og ykkur og kjósendum.Gerum ekki lítið úr því sem þessar konur hafa gert. Þær hafa gert afneiturum erfiðara um vik, skapað hollan þrýsting á aðra þá sem brugðust í aðdraganda hrunsins - Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson og alla hina sem tóku afdrifaríkustu ákvarðanirnar um íslenskt efnahags- og fjármálalíf.Og Bjarna Benediktsson sem telur sig hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, vafningalaust, en er nokkurn veginn einn um það. Hann var flæktur í eitt ógeðfelldasta gróðabrall glópagullaldarinnar, þegar Sjóvá var tæmt.Að ekki sé talað um banksterana sem nú segja: það átti að líta eftir mér, ég var bara villingur, ég var alltaf að bíða eftir því að einhver stoppaði mig. Þeir eru sinnar og okkar ógæfu smiðir. Þeir eiga nú loksins að reyna að haga sér eins og fullorðnir menn. Þeir eiga að koma heim með sinn rangfengna auð og skila honum, játa syndir sínar, finna sér heiðarlega vinnu, temja sér dyggðir, leita ljóssins. Því að ekkert það myrkur er til þar sem þeir geti falist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á eftir að hafa varanleg áhrif á íslenskt þjóðlíf, því að þar segir af óhugnanlegri nákvæmni frá því hvernig „tilraunin Ísland" fór út um þúfur. Þar segir í löngu máli frá stórkostlega illa reknu þjóðfélagi. Þar er spillingin þykk og vanhæfnin altæk. Stjörnulögfræðingar liðinnar glópagullaldar kalla það reyndar „múgsefjun" þegar almenningi gefst færi á að virða fyrir sér stjórnarfar á Íslandi síðustu áratugina og dirfist að hneykslast en ætli nærtækara sé ekki að tala hér um „siðbót". Óhjákvæmileg siðbótEnginn þeirra sem léku aðalhlutverkin í þessum leik á afturkvæmt. Einstaklingarnir eru hrifnir með í þessum feiknum og berast með flaumnum, hver í áttina að sínum óhjákvæmilega stað. Ekkert verður sem áður. Þeir atburðir sem við lifum nú í kjölfar Skýrslunnar eru stærri og meiri en svo að nokkur einstaklingur fái stöðvað þá eða snúið þeim sér í hag.Þó þeir reyni. Nokkrir lykilþátttakenda hafa brugðist við Skýrslunni þó að flestir þeirra reyni enn að fela sig inni í gosmekkinum, nú þegar þeir geta ekki lengur dulist inni í Icesave-moldviðrinu. Því eins og segir í Jobsbók 34:22: „Ekkert það myrkur er til eða niðdimma þar sem illvirkinn geti falist." Ekki byrjaði það vel. Það var beinlínis líkamlega óþægilegt að sjá Geir Haarde birtast daginn eftir Skýrslu eins og sjálfan Pontíus Pílatus. Hann sagði nei. Nei og nei og nei-nei-nei: ekki ég, ekki við, og alls ekki Davíð. Þegar maður heyrði og sá þennan Herra Hrun svona gersamlega ósnortinn af öllu endurlifði maður þessa skelfingardaga veturinn 2008 þegar hann var daglegur gestur í sjónvarpi að fullvissa okkur um endaleysur.Og ekki tók betra við þegar Ólafur Ragnar Grímsson kom í viðtal í útvarpinu. Hann virtist telja að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave hefði veitt honum slíkt endurnýjað umboð til sjálfsréttlætinga að hann gæti með gamalkunnum mælskubrögðum sópað burt þeim áfellisdómi sem er að finna um hann í Skýrslunni. Hann reyndi að láta líta svo út að siðferðishluti Skýrslunnar væri ómarktækur út af missögn um brall hans með Al-Thani ættinni í Katar (en Ólafur hefur eins og kunnugt er unnið um árabil ötullega að inngöngu Íslands í Asíu) en hinn „eiginlegi hluti" hreinsaði hann af ábyrgð. Hann skynjaði ekki hinn þunga dyn Skýrslunnar. Þarna mistókst honum að finna samhljóminn með þjóðinni á örlagastundu - og á eftir að reynast honum dýrkeypt. Fari þau velIllugi Gunnarsson og Björgvin G. Sigurðsson hafa báðir ákveðið að horfast í augu við raunverulega stöðu sína og láta af þingmennsku. Gott hjá þeim, fari þeir vel. Og Þorgerður Katrín. Heyrst hefur að ósanngjarnt sé að hún skuli gjalda fyrir lánabrask eiginmanns síns, en málið snýst ekki um það. Í merkri ræðu sinni á Flokksstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins tók hún á sig ábyrgð á stefnu- og aðgerðaleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde og virtist afsögn hennar fyrst og fremst vera út af þeim áfellisdómi sem störf þeirrar ríkisstjórnar hlýtur í Skýrslunni. Hún dregur sem sé sínar eðlilegu pólitísku afleiðingar af því sem þar stendur. Gott hjá henni. Fari hún vel.Rétt eins og Ingibjörg Sólrún gerði í sinni ræðu hjá Samfylkingunni: Hún hafði manndóm til að standa frammi fyrir því fólki sem trúði henni til þess á sínum tíma að vera í fararbroddi við siðbót íslensks samfélags og segja: Ég brást bæði sjálfri mér og ykkur og kjósendum.Gerum ekki lítið úr því sem þessar konur hafa gert. Þær hafa gert afneiturum erfiðara um vik, skapað hollan þrýsting á aðra þá sem brugðust í aðdraganda hrunsins - Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson og alla hina sem tóku afdrifaríkustu ákvarðanirnar um íslenskt efnahags- og fjármálalíf.Og Bjarna Benediktsson sem telur sig hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, vafningalaust, en er nokkurn veginn einn um það. Hann var flæktur í eitt ógeðfelldasta gróðabrall glópagullaldarinnar, þegar Sjóvá var tæmt.Að ekki sé talað um banksterana sem nú segja: það átti að líta eftir mér, ég var bara villingur, ég var alltaf að bíða eftir því að einhver stoppaði mig. Þeir eru sinnar og okkar ógæfu smiðir. Þeir eiga nú loksins að reyna að haga sér eins og fullorðnir menn. Þeir eiga að koma heim með sinn rangfengna auð og skila honum, játa syndir sínar, finna sér heiðarlega vinnu, temja sér dyggðir, leita ljóssins. Því að ekkert það myrkur er til þar sem þeir geti falist.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar