Í-listinn mælist með hreinan meirihluta 20. maí 2010 06:00 Könnunin. Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það er lítils háttar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 prósent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í komandi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt framboð skipað nemendum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Menntskælingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjarstjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðvikudaginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það er lítils háttar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 prósent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í komandi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt framboð skipað nemendum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Menntskælingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjarstjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðvikudaginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira