Verðbólgan búin - verðhjöðnun tekin við Hafsteinn Hauksson skrifar 29. júní 2010 18:35 Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007. Hagstofan greindi frá því í morgun að verðlag lækkaði um þriðjung úr prósenti í júní frá því í maí. Verðhjöðnun í júnímánuði er afar óalgeng, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna lækkun verðlags í þeim mánuði. Ársverðbólgan er því 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007, þegar hún mældist 5,2 prósent. Munar hér mest um að bensínverð lækkaði um tæp 6% vegna styrkingar krónunnar, lækkandi heimsmarkaðsverðs og verðstríðs olíufélaganna. Þá lækkaði verð matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent vegna gengisbreytinganna, en sú lækkun vegur þungt í neysluvísitölunni. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, gerir ráð fyrir að verðlag haldi áfram að lækka í júlí vegna áhrifa af útsölum. Viðvarandi verðhjöðnun getur reynst efnahagslífi ríkja afar skeinuhætt, en Þórhallur segir þó of snemmt að spá fyrir um hvort Íslandi stafi hætta af slíku ástandi, ekki síst því svigrúm seðlabankans til vaxtalækkana er nokkuð. Hann segir minni verðbólguþrýsting nú hjálpa bankanum að lækka stýrivexti. Sé tekið mið af verðþróun undanfarna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Ef fram fer sem horfir er það vel undir verðbólgumarkmiði seðlabankans, 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004. Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007. Hagstofan greindi frá því í morgun að verðlag lækkaði um þriðjung úr prósenti í júní frá því í maí. Verðhjöðnun í júnímánuði er afar óalgeng, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna lækkun verðlags í þeim mánuði. Ársverðbólgan er því 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007, þegar hún mældist 5,2 prósent. Munar hér mest um að bensínverð lækkaði um tæp 6% vegna styrkingar krónunnar, lækkandi heimsmarkaðsverðs og verðstríðs olíufélaganna. Þá lækkaði verð matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent vegna gengisbreytinganna, en sú lækkun vegur þungt í neysluvísitölunni. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, gerir ráð fyrir að verðlag haldi áfram að lækka í júlí vegna áhrifa af útsölum. Viðvarandi verðhjöðnun getur reynst efnahagslífi ríkja afar skeinuhætt, en Þórhallur segir þó of snemmt að spá fyrir um hvort Íslandi stafi hætta af slíku ástandi, ekki síst því svigrúm seðlabankans til vaxtalækkana er nokkuð. Hann segir minni verðbólguþrýsting nú hjálpa bankanum að lækka stýrivexti. Sé tekið mið af verðþróun undanfarna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Ef fram fer sem horfir er það vel undir verðbólgumarkmiði seðlabankans, 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004.
Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira