Áfrýjunarnefnd lækkar sekt L&h í 100 milljónir 14. júní 2010 16:10 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti alvarleg brot Lyfja og heilsu gegn nýju apóteki á Akranesi, Apótek Vesturlands. Hinsvegar var stjórnvaldssektin lækkuð í 100 milljónir króna úr 130 milljónum. Til stuðnings lægri sektum benti nefndin á að brotin takmörkuðust að mestu leyti við þröngt markaðssvæði. Þá var einnig tekið tillit til breyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Karl og Steimgrímur Wernerssynir eiga Lyf og heilsu. Aðdragandi málsins er að sumarið 2007 fór Apótek Vesturlands (AV) í samkeppni við apótek í eigu Lyfja og heilsu (L&h) sem var fyrir á staðnum. Í kjölfarið barst Samkeppniseftirlitinu ábending um að L&h hefðu gripið til aðgerða til að hindra að AV næði að hasla sér völl á Akranesi. Samkeppniseftirlitið ákvað að taka málið til rannsóknar og framkvæmdi húsleit hjá L&h í september 2007. Eftir rannsókn málsins taldi Samkeppniseftirlitið sannað að L&h hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skipulagðri atlögu gegn AV sem beinlínis hafði það að markmiði að raska samkeppni. Fólust aðgerðir L&h annars vegar í stofnun svonefnds vildarklúbbs sem var ætlað að tryggja að mikilvægir viðskiptavinir myndu ekki hefja viðskipti við AV. Hins vegar fólust aðgerðirnar í því sem L&h nefndu „baráttuafslætti“. Um var að ræða verulega afslætti á mikilvægum lyfjum og voru þeir aðeins í boði á Akranesi. Var þessum aðgerðum ætlað að koma AV út af markaðnum og senda skýr skilaboð til annarra aðila um að ekki borgi sig að reyna að keppa við L&h. Voru brotin talin alvarleg og var L&h gert að greiða 130 milljónir króna í stjórnvaldssekt. L&h skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist þess að hún yrði felld niður eða sektir lækkaðir verulega. Fyrirtækið gerði m.a. athugasemdir við skilgreiningu markaða málsins, stöðu þess á markaði og mótmælti því að hafa brotið samkeppnislög. Í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem birtur er í dag, er staðfest sú niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að L&h sé í markaðsráðandi stöðu og að aðgerðir fyrirtækisins hafi falið í sér alvarleg brot á samkeppnislögum. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti alvarleg brot Lyfja og heilsu gegn nýju apóteki á Akranesi, Apótek Vesturlands. Hinsvegar var stjórnvaldssektin lækkuð í 100 milljónir króna úr 130 milljónum. Til stuðnings lægri sektum benti nefndin á að brotin takmörkuðust að mestu leyti við þröngt markaðssvæði. Þá var einnig tekið tillit til breyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Karl og Steimgrímur Wernerssynir eiga Lyf og heilsu. Aðdragandi málsins er að sumarið 2007 fór Apótek Vesturlands (AV) í samkeppni við apótek í eigu Lyfja og heilsu (L&h) sem var fyrir á staðnum. Í kjölfarið barst Samkeppniseftirlitinu ábending um að L&h hefðu gripið til aðgerða til að hindra að AV næði að hasla sér völl á Akranesi. Samkeppniseftirlitið ákvað að taka málið til rannsóknar og framkvæmdi húsleit hjá L&h í september 2007. Eftir rannsókn málsins taldi Samkeppniseftirlitið sannað að L&h hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skipulagðri atlögu gegn AV sem beinlínis hafði það að markmiði að raska samkeppni. Fólust aðgerðir L&h annars vegar í stofnun svonefnds vildarklúbbs sem var ætlað að tryggja að mikilvægir viðskiptavinir myndu ekki hefja viðskipti við AV. Hins vegar fólust aðgerðirnar í því sem L&h nefndu „baráttuafslætti“. Um var að ræða verulega afslætti á mikilvægum lyfjum og voru þeir aðeins í boði á Akranesi. Var þessum aðgerðum ætlað að koma AV út af markaðnum og senda skýr skilaboð til annarra aðila um að ekki borgi sig að reyna að keppa við L&h. Voru brotin talin alvarleg og var L&h gert að greiða 130 milljónir króna í stjórnvaldssekt. L&h skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist þess að hún yrði felld niður eða sektir lækkaðir verulega. Fyrirtækið gerði m.a. athugasemdir við skilgreiningu markaða málsins, stöðu þess á markaði og mótmælti því að hafa brotið samkeppnislög. Í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem birtur er í dag, er staðfest sú niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að L&h sé í markaðsráðandi stöðu og að aðgerðir fyrirtækisins hafi falið í sér alvarleg brot á samkeppnislögum.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira