Lúkasjenkó sakaður um kosningasvindl 21. desember 2010 01:00 Við fangelsismúrana Ættingjar og vinir reyndu að fá fréttir af hinum handteknu í gær.nordicphotos/AFP Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“ Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira