Framkvæmdin önnur en í Noregi 19. apríl 2010 06:00 Við miðlaraborðið í Kaupþingi í desember 2008. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir hefðu betur dregið frá eiginfé sínu lán sem veitt voru gegn veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Fréttablaðið/Vilhelm Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að lán bankanna gegn veði í eigin bréfum eða ígildi þeirra hafi hækkað eigið fé þeirra og stækkað efnahagsreikning án þess að nýtt fjármagn hafi komið á móti. „Jafnframt hefur þetta haft áhrif á eiginfjárhlutfall og áhættugrunn fjármálafyrirtækjanna, sem er grundvöllur og mælikvarði á að heimila útlánahættu gagnvart stórum lántakendum," segir þar og bent á að trygging sú sem fjármálafyrirtæki fær með veði í eigin bréfum sé „ákaflega haldlítil" því veruleg hætta sé á að fyrirtækið láti hjá líða að ganga að slíku veði þegar veðþekjan lækkar samhliða lækkun á markaðsverði hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu. „Við fall fjármálafyrirtækis virka slík útlán í reynd ekki sem hluti af eiginfé, sem ætlað er að verja kröfuhafa félagsins, því að þau verða að engu." Rannsóknarnefndin bendir á að lítið hafi farið fyrir umfjöllun um það hvort fjármálafyrirtæki hefðu átt að draga lán með veði í eigin hlutabréfum frá eiginfé sínu, en ljóst sé að endurskoðendur þeirra hafi talið að ekki bæri að gera það. Bent er á álit prófessors Frøystein Gjesdal við Verslunarháskólann í Bergen að samkvæmt norskum lögum, byggðum á reglum Evrópuréttarins, skuli draga lán til kaupa á eigin hlutabréfum frá eiginfé fjármálafyrirtækis. - óká Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að lán bankanna gegn veði í eigin bréfum eða ígildi þeirra hafi hækkað eigið fé þeirra og stækkað efnahagsreikning án þess að nýtt fjármagn hafi komið á móti. „Jafnframt hefur þetta haft áhrif á eiginfjárhlutfall og áhættugrunn fjármálafyrirtækjanna, sem er grundvöllur og mælikvarði á að heimila útlánahættu gagnvart stórum lántakendum," segir þar og bent á að trygging sú sem fjármálafyrirtæki fær með veði í eigin bréfum sé „ákaflega haldlítil" því veruleg hætta sé á að fyrirtækið láti hjá líða að ganga að slíku veði þegar veðþekjan lækkar samhliða lækkun á markaðsverði hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu. „Við fall fjármálafyrirtækis virka slík útlán í reynd ekki sem hluti af eiginfé, sem ætlað er að verja kröfuhafa félagsins, því að þau verða að engu." Rannsóknarnefndin bendir á að lítið hafi farið fyrir umfjöllun um það hvort fjármálafyrirtæki hefðu átt að draga lán með veði í eigin hlutabréfum frá eiginfé sínu, en ljóst sé að endurskoðendur þeirra hafi talið að ekki bæri að gera það. Bent er á álit prófessors Frøystein Gjesdal við Verslunarháskólann í Bergen að samkvæmt norskum lögum, byggðum á reglum Evrópuréttarins, skuli draga lán til kaupa á eigin hlutabréfum frá eiginfé fjármálafyrirtækis. - óká
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira