Hannes reyndi að verjast árásinni 20. ágúst 2010 14:05 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild, og Björgvin Björgvinsson rannsóknarlögreglumaður. Mynd/ Anton. Hannes Þór Helgason var með áverka á höndum sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Stungusár á líkama Hannesar drógu hann til dauða segir lögreglan og er talið að Hannes hafi verið sofandi þegar atlagan var gerð síðastliðinn sunnudag. Engin merki eru um innbrot í húsi Hannesar. Lögreglan segir að það sé ekki tilviljun að það hafi verið farið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Aðspurðir hvort að rannsóknin teygi sig út fyrir landssteinanna segja lögreglumenn að Hannes hafi haft umsvif erlendis og það sé einn partur í rannsókninni að kanna þau. Eggvopnið sem talið er að hafi verið notað til að fremja verknaðinn er talið vera oddhvassur hnífur, með tveggja sentimetra blaðabreidd. Blaðlengd er ekki vituð en er ekki talin vera minni en 15 til 20 sentimetrar. Hnífurinn var beittur á annarri hliðinni og með bakka á hinni, eins og lögregla orðar það. Þá telur lögreglan að engin hætta stafi af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt sé að fullyrða um það. Tæknivinnu er lokið en hús Hannesar verður lokað áfram. Lífssýni sem hafa verið tekin á vettvangi hafa verið send til Svíþjóðar og verið er að vinna úr öðrum gögnum málsins. Búist er við því að niðurstaða úr lífssýnunum berist lögreglu eftir tvær til þrjár vikur. Málið er forgangsmál úti í Svíþjóð. Rætt hefur verið við fjölmarga bæði á lögreglustöð og í óbeinum skýrslutökum utan lögreglustöðvar. Í tveimur tilvikum hefur mönnum verið haldið yfir nótt en sleppt svo. Lögreglan sagði að rætt hafi verið við starfsmenn Sælgætisverksmiðjunnar Góu, en Hannes var framkvæmdastjóri þar. Lögreglan segir að þó að þeim grunuðu sé sleppt þýði það ekki að málið fari á byrjunarreit, þvert á móti þrengist hringurinn. Aðspurður hvort að hníf hafi vantað í eldhús Hannesar sagði lögreglan ekki getað svarað því. Eftir yfirlýsingu systra Hannesar í fréttum Stöðvar 2 í gær segir lögregla að upplýsingar hafi borist til lögreglu en þó ekki af þeim toga að einhver hafi verið handtekinn. Lögreglan biðlar til almennings að allir þeir sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um málið að hafa samband við lögregluna, sama hversu litlar eða ómerkilegar þær eru. Síminn er 444-1104 og er hann opinn allan sólarhringinn. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Hannes Þór Helgason var með áverka á höndum sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Stungusár á líkama Hannesar drógu hann til dauða segir lögreglan og er talið að Hannes hafi verið sofandi þegar atlagan var gerð síðastliðinn sunnudag. Engin merki eru um innbrot í húsi Hannesar. Lögreglan segir að það sé ekki tilviljun að það hafi verið farið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Aðspurðir hvort að rannsóknin teygi sig út fyrir landssteinanna segja lögreglumenn að Hannes hafi haft umsvif erlendis og það sé einn partur í rannsókninni að kanna þau. Eggvopnið sem talið er að hafi verið notað til að fremja verknaðinn er talið vera oddhvassur hnífur, með tveggja sentimetra blaðabreidd. Blaðlengd er ekki vituð en er ekki talin vera minni en 15 til 20 sentimetrar. Hnífurinn var beittur á annarri hliðinni og með bakka á hinni, eins og lögregla orðar það. Þá telur lögreglan að engin hætta stafi af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt sé að fullyrða um það. Tæknivinnu er lokið en hús Hannesar verður lokað áfram. Lífssýni sem hafa verið tekin á vettvangi hafa verið send til Svíþjóðar og verið er að vinna úr öðrum gögnum málsins. Búist er við því að niðurstaða úr lífssýnunum berist lögreglu eftir tvær til þrjár vikur. Málið er forgangsmál úti í Svíþjóð. Rætt hefur verið við fjölmarga bæði á lögreglustöð og í óbeinum skýrslutökum utan lögreglustöðvar. Í tveimur tilvikum hefur mönnum verið haldið yfir nótt en sleppt svo. Lögreglan sagði að rætt hafi verið við starfsmenn Sælgætisverksmiðjunnar Góu, en Hannes var framkvæmdastjóri þar. Lögreglan segir að þó að þeim grunuðu sé sleppt þýði það ekki að málið fari á byrjunarreit, þvert á móti þrengist hringurinn. Aðspurður hvort að hníf hafi vantað í eldhús Hannesar sagði lögreglan ekki getað svarað því. Eftir yfirlýsingu systra Hannesar í fréttum Stöðvar 2 í gær segir lögregla að upplýsingar hafi borist til lögreglu en þó ekki af þeim toga að einhver hafi verið handtekinn. Lögreglan biðlar til almennings að allir þeir sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um málið að hafa samband við lögregluna, sama hversu litlar eða ómerkilegar þær eru. Síminn er 444-1104 og er hann opinn allan sólarhringinn.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira