Íslenski boltinn

1. deild karla: Jafnt hjá ÍA og ÍR

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Skagamenn gerðu jafntefli í kvöld.
Skagamenn gerðu jafntefli í kvöld. Fréttablaðið/Arnþór
Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍR gerði 1-1 jafntefli við ÍA og komst þar með aftur upp að hlið toppliði Leiknis og Víkinga en hefur leikið tveimur leikjum meira.

Kristján Ari Halldórsson fékk dauðafæri í fyrri hálfleik á Skaganum en skaut í stöngina nánast gegn opnu marki og náði svo frákastinu en skaut þá í slánna.

Arnar Már Guðjónsson skoraði fyrir ÍA af stuttu færi í seinni hálfleik en Elvar Lúðvík Georgsson jafnaði metin með skalla eftir horn skömmu síðar.

ÍA var nær því að tryggja sér öll stigin, það skaut tvisvar í slánna í sömu sókninni undir lok leiksins en náði ekki að skora.

Þróttur og Grótta gerðu 2-2 jafntefli í Laugardalnum og Njarðvík vann góðan 1-0 sigur á Fjölni.

Smelltu hér til að sjá stöðuna í 1. deild karla á KSÍ.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×