Litlu mátti muna að Svisslendingurinn Roger Federer hefði dottið úr leik strax í fyrstu umferð Wimbledon-mótsins í tennis sem hófst í dag.
Federer mætti Kólumbíumanninnum Alejandro Falla sem er í 60. sæti heimslistans en tapaði fyrstu tveimur settunum, 7-5 og 6-4.
Federer náði þó að vinna síðustu þrjú settin, 6-4, 7-6 og 6-0 og tryggja sér þar með sæti í næstu umferð. Falla komst þó í 5-4 forystu í fjórða settinu.
„Ég var mjög heppinn," sagði Federer eftir viðureignina. „Ég hef tapað mörgum leikjum á þessu ári sem ég hefði átt að tapa en þessum átti ég að tapa."
Federer mætir næst Serbanum Ilija Bozoljac í næstu umferð. Hann freistar þess nú að vinna sinn sjöunda meistaratitil á Wimbledon á ferlinum.