Ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2010 07:00 Einar Hólmgeirsson mun loksins spila handbolta á nýjan leik um helgina. Nordic Photos / Bongarts Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf. Einar þurfti að fara í aðgerð á hné í upphafi vetrar en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. „Ég er ekki alveg kominn á fulla ferð en ætla að reyna að hjálpa til um helgina. Mér líður samt ágætlega. Ég er með verki þegar ég hoppa en það er kannski eðlilegt. Það getur vel farið svo að ég losni aldrei við þessa verki og verð því að læra að lifa með þeim," segir Einar. Félagi hans veitir ekki af aðstoð hans um helgina enda er liðið aðeins með eitt stig og situr eitt og yfirgefið í neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég ætla að reyna að vera skynsamur en það er ekki alltaf minn stíll. Ég vil helst keyra í hlutina á fullu gasi. Þetta er búinn að vera erfiður tími utan vallar og sérstaklega þar sem liðið hefur þurft á mér að halda. Það hafa fleiri leikmenn líka meiðst en við erum að koma til baka," sagði Einar en þrír leikmenn liðsins fóru í aðgerð í upphafi tímabilsins. Einar hefur fundið sér ýmislegt til dundurs í meiðslunum og hann tók þátt í að setja afar sérstakt heimsmet í gær. „Það var verið að auglýsa gufubaðsgarð sem er hérna í bænum. Ákveðið var að setja heimsmet með því að að koma einstaklingum af sem flestum þjóðernum í einn gufubaðsklefa. Það fóru rúmlega 100 manns í klefann en við vorum frá um 90 þjóðum. Þetta var alveg grillað en samt stórskemmtilegt," segir Einar hlæjandi en fóru menn naktir í gufuna eins og tíðkast í Þýskalandi? „Nei, reyndar var það ekki gert í þetta skiptið. Þetta var samt ótrúlega fyndið. Við vorum þarna inni í um fimm mínútur. Það var ekkert mál fyrir flesta en gaurinn frá Nepal hefði ekki haft það af að vera mikið lengur þarna. Hann var ekki alveg vanur þessum hita þarna inni. Ég hafði gaman af þessu enda orðinn heimsmethafi. Það er ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi," segir Einar léttur. Íslenski handboltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Einar Hólmgeirsson stórskytta er aftur kominn á ferðina með félagi sínu Ahlen Hamm. Hann mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í háa herrans tíð um helgina þegar það mætir Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover Burgdorf. Einar þurfti að fara í aðgerð á hné í upphafi vetrar en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. „Ég er ekki alveg kominn á fulla ferð en ætla að reyna að hjálpa til um helgina. Mér líður samt ágætlega. Ég er með verki þegar ég hoppa en það er kannski eðlilegt. Það getur vel farið svo að ég losni aldrei við þessa verki og verð því að læra að lifa með þeim," segir Einar. Félagi hans veitir ekki af aðstoð hans um helgina enda er liðið aðeins með eitt stig og situr eitt og yfirgefið í neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. „Ég ætla að reyna að vera skynsamur en það er ekki alltaf minn stíll. Ég vil helst keyra í hlutina á fullu gasi. Þetta er búinn að vera erfiður tími utan vallar og sérstaklega þar sem liðið hefur þurft á mér að halda. Það hafa fleiri leikmenn líka meiðst en við erum að koma til baka," sagði Einar en þrír leikmenn liðsins fóru í aðgerð í upphafi tímabilsins. Einar hefur fundið sér ýmislegt til dundurs í meiðslunum og hann tók þátt í að setja afar sérstakt heimsmet í gær. „Það var verið að auglýsa gufubaðsgarð sem er hérna í bænum. Ákveðið var að setja heimsmet með því að að koma einstaklingum af sem flestum þjóðernum í einn gufubaðsklefa. Það fóru rúmlega 100 manns í klefann en við vorum frá um 90 þjóðum. Þetta var alveg grillað en samt stórskemmtilegt," segir Einar hlæjandi en fóru menn naktir í gufuna eins og tíðkast í Þýskalandi? „Nei, reyndar var það ekki gert í þetta skiptið. Þetta var samt ótrúlega fyndið. Við vorum þarna inni í um fimm mínútur. Það var ekkert mál fyrir flesta en gaurinn frá Nepal hefði ekki haft það af að vera mikið lengur þarna. Hann var ekki alveg vanur þessum hita þarna inni. Ég hafði gaman af þessu enda orðinn heimsmethafi. Það er ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi," segir Einar léttur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira