Magma segir áskanir Bjarkar vera fráleitar 4. ágúst 2010 04:00 Stjórnendur Magma Energy hafa þegar kannað lagaleg úrræði stöðvi stjórnvöld kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir framkvæmdastjóri Magma á Íslandi. Hann segir of snemmt að ræða mögulega bótakröfu. Fréttablaðið/Valli Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is Björk Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is
Björk Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira