Fótbolti

Raul og Guti eru báðir farnir frá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul og Guti.
Raul og Guti. Mynd/Getty Images
Spænsku blöðin AS og Marca sögðu frá því í gær að Raul og Guti muni tilkynna það í næstu viku að þeir hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid. Raul mun tilkynna það á morgun að hann hafi samið við Schalke en Guti er á leið til tyrkneska liðsins Besiktas.

Þeir Raul og Guti eru báðir orðnir 33 ára og hafa spilað allan sinn feril hjá Real Madrid. Þeir fengu hinsvegar lítið að spila á síðasta tímabil enda keypti félagið þá hverja risastjörnuna á fætur annarri.

Raul hefur spilað með aðalliði Real Madrid frá árinu 1994 og hefur brotið öll helstu met hjá félaginu. Hann vann sex meistaratitla á Spáni og Meistaradeildina þrisvar sinnum. Raul skoraði 323 mörk í 740 leikjum með Real.

Guti kom upp um unglingastarf félagsins og lék sinn fyrsta leik árið 1995. Það hefur verið mun lengur ljóst að hann væri á leið burtu frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×